Hellarnir við Hellu



Hellarnir við Hellu

Í landi Ægissíðu við Hellu hafa fundist 12 manngerðir hellar sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands.

Upplifðu þessa einstöku hella, heyrðu tilgáturnar og skoðaðu krossa, veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Heimsókn í hellana er bæði fræðandi og heillandi afþreying sem hentar allri fjölskyldunni og í hvaða veðrum sem er.

Komdu í ævintýraferð um undirheimana en mikill leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hversu gamlir þeir séu og hvort þeir séu mögulega gerðir af pöpum.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Staðsetning

Hella, Suðurland

Hápunktar

  • Einstakir manngerðir hellar
  • Afþreying fyrir alla fjölskylduna
  • Fræðandi og áhugavert

Innifalið

  • Um 1 klst. skoðunarferð með leiðsögn

Taktu með

  • Gengið er um hellana og umhverfi þeirra og því er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri
  • Það er svalt í hellunum og því gott að vera í þykkri peysu eða léttri úlpu
 

í nágrenni