Undir eldfjallinu │ Icelandic Horse World - SkeiðvellirUndir eldfjallinu │ Icelandic Horse World - Skeiðvellir

Besta val fyrir reynda knapa

Í þessari ferð liggur leiðin um dásamlega reiðstíga og verður m.a. riðið yfir ár. Á leiðinni er stórkostlegt útsýni til Heklu, jökla og Rangár. Landslagið er mjög fjölbreytilegt og liggur leiðin um kjarrlendi, hraunbreiður og mjúkar, grösugar engjar. Ríðum nokkuð tölt og tökum stutt stopp til að hvíla hestana og taka myndir. Tekin verður nestispása við gamlan brunn þar sem freistandi er að leggjast í mjúkt grasið og njóta útsýnisins. Þessi ferð er kölluð Undir eldfjallinu vegna þess að stóran hluta leiðarinnar er útsýni til Heklu og Eyjafjallajökuls og leiðin liggur um landslag sem er mótað af hrauni og ösku frá eldgosum fyrri tíma. Auk skemmtilegrar reiðleiðar, er þetta fallegur dagur í íslenskri náttúru. Heitur drykkur bíður á Skeiðvöllum þegar komið er til baka og að lokum gefst tími til að skoða sig um í hesthúsinu áður en haldið er aftur heim á leið.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Reiðtúr í 4,5 - 5,5 klst.
  • Hádegisnesti
  • Heitur drykkur í lok ferðar

Hápunktar

  • Íslenski hesturinn
  • Fjölbreytt landslag
  • Útsýni til Heklu og Eyjafjallajökuls
  • Fallegur dagur í íslenskri náttúru
 

í nágrenni