Fjöll og engjar │ Icelandic Horse World - SkeiðvellirFjöll og engjar │ Icelandic Horse World - Skeiðvellir

Fyrir reiðmenn sem hafa litla eða enga reynslu af útreiðum. 

Létt ferð fyrir þá sem hafa litla eða enga reynslu af því að fara á hestbak. Frábært tækifæri til að kynnast því og til að kynnast hestunum okkar. Ferðin tekur um klukkustund og riðið er eftir nokkuð breiðum, mjúkum og góðum reiðstígum með útsýni til eldfjalla og jökla. Reiðleiðin er áreynslulaus fyrir hestana og því gefst tækifæri til að njóta náttúrufegurðarinnar og dýralífsins. Kannski sjást folöld að leik úti á engjum og við hlustum á söng mófuglanna á meðan við líðum um á þægilegum hraða. Eftir ferðina gefst tækifæri til að skoða sig um í hesthúsinu og njóta heits drykkjar á kaffihúsinu okkar.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Reiðtúr í 1 klst.
  • Heitur drykkur í lok ferðar

Hápunktar

  • Íslenski hesturinn
  • Útsýni til eldfjalla og jökla
  • Rólegur útreiðartúr
  • Tækifæri til að skoða sig um í hesthúsinu
 

í nágrenni