Út í náttúruna – um ótroðnar slóðir │ Icelandic Horse World - SkeiðvellirÚt í náttúruna – um ótroðnar slóðir │ Icelandic Horse World - Skeiðvellir

Fyrir reiðmenn með reynslu af útreiðum.


Þetta er dagsferð fyrir knapa með nokkra reynslu og sem njóta þess að gleyma sér úti í náttúrunni. Leiðin liggur um fjölbreytilegt landslag, með fram ánni, yfir sanda og hraun og í fjallshlíðum. Á leið okkar rekumst við á kindur á beit og líklega einhverja hesta en mjög fátt fólk. Stóran hluta leiðarinnar verður riðið eftir kindagötum en einnig liggur leiðin um ótroðna móana. Eins og á flestum reiðleiðum okkar höfum við stórkostlegt útsýni til Heklu. Ferðalangar fá notið víðáttu náttúrunnar og kyrrðarinnar. Þegar riðið er um grösugan dalinn geturðu jafnvel misst sjónar á samferðafólkinu fyrir framan þig eitt andartak.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Dagsferð, 6 klst. reiðtúr
  • Hádegisnesti

Hápunktar

  • Fjölbreytilegt landslag
  • Stórkostlegt útsýni til Heklu
  • Víðátta náttúrunnar og kyrrð
 

í nágrenni