Hestaferð í sveitinni – 1,5 til 2 klst. │ Icelandic Horse World - SkeiðvellirHestaferð í sveitinni – 1,5 til 2 klst. │ Icelandic Horse World - Skeiðvellir

Fyrir reiðmenn með einhverja reynslu af útreiðum.

Ríðum út í íslenska náttúru og einbeitum okkur að upplifun töltsins. Ríðum marga þeirra reiðstíga sem notaðir hafa verið til að þjálfa hestana okkar, stíga sem henta vel fyrir tölt á mismunandi hraða. Fjöllin eru ávallt í bakgrunni og á góðviðrisdögum sjáum við m.a.s. til Vestmannaeyja.
Vegalengdin krefst þess að töluvert tölt sé riðið og er það þess vegna sem þessi ferð hentar vel þeim sem hafa einhverja reynslu. Ef þú ert að leitast eftir því að fara í hestaferð þar sem nægt pláss er fyrir alla, frábært útsýni, góðir reiðstígar og ögn meiri hraði, þá er þessi ferð tvímælalaust eitthvað fyrir þig. Það er háð hraða ferðarinnar hvort hún tekur 1 ½ eða 2 klst. Einnig gefst möguleiki á því að kíkja í hesthúsið og njóta heits drykkjar á kaffihúsinu okkar eftir túrinn.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Reiðtúr í 1,5 - 2 klst.
  • Heitur drykkur í lok ferðar

Hápunktar

  • Íslenski hesturinn
  • Frábært útsýni, góðir reiðstígar og ögn meiri hraði
 

í nágrenni