Geosea | Sjóböðin við Húsavík │ AðgangseyrirGeosea | Sjóböðin við Húsavík │ Aðgangseyrir

Taktu frá tíma fyrir sjálfan þig og dýfðu þér í sjóböðin á Húsavík sem opnuðu árið 2018. Ylvolgur sjórinn er ríkur af steinefnum og hefur reynst einstaklega vel fyrir húðina, en Húsvíkingar hafa baðað sig þarna síðan borað var eftir heitu vatni um miðja síðustu öld. Njóttu stórfenglegs útsýnisins yfir Skjálfandaflóa og heimskautsbauginn í fjarska og hver veit nema þú sjáir lundum eða hvölum bregða fyrir! Að halla sér aftur og dást að norðurljósunum dansa á himninum eða fylgjast með miðnætursólinni tylla sér á sjóndeildarhringinn – þvílíkt sjónarspil í beinni útsendingu úr heitri lauginni! Einnig gefst tækifæri til að sitja úti á veröndinni og fá sér hressingu eftir slökun í böðunum.

Opið allt árið.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið 

  • Aðgangur að sjóböðunum

Taktu með

  • Sundföt
  • Handklæði
 

í nágrenni