Sigling um Fjallsárlón í Zodiac bátSigling um Fjallsárlón í Zodiac bát

Sigling í Zodiac bát um Fjallsárlón í stórbrotnu umhverfi sem markað er af ís og eldum. Fjallsjökull, einn skriðjökla Vatnajökuls, kelfir út í lónið og í ferðinni er siglt á milli ísjakanna sem fljóta um lónið og taka á sig ýmsar myndir. Siglingin á lóninu tekur 45 mínútur en gera má ráð fyrir að ferðin í heild taki um 90 mínútur. Vinsamlegast mætið nokkrum mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma til að fá úthlutað björgunarvestum og flotjökkum. 

Daglegar ferðir frá maí fram í október.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Aðalatriðin

 • Fjallsárlón
 • Ísjakar
 • Bátsferð um lónið
 • Stórbrotið umhverfi þar sem Öræfajökull gnæfir yfir lónið

Innifalið

 • Sigling á Zodiac bát
 • Leiðsögn
 • Björgunarvesti
 • Flotjakki

Taktu með

 • Hlýja úlpu
 • Hlýja peysu eða flíspeysu
 • Vettlinga eða hanska
 • Hlýja húfu
 • Skó sem henta til gangs á ójöfnu undirlagi
 • Myndavél
 

í nágrenni