Zodiac ferð um JökulsárlónZodiac ferð um Jökulsárlón

Á Zodiac bátunum (RIB gúmmíbátum) er hægt að komast yfir stórt svæði á Jökulsárlóni og nær ísjökum en á hjólabátunum. Farið er nánast alla leið upp að jöklinum ef aðstæður leyfa eða eins nálægt og öruggt er. Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund, mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla. Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlóns í mikilli nánd við lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem skipstjórar spjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns. Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratt hluta hennar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára, börn þurfa að hafa náð 130 cm hæð að lágmarki.

Daglegar ferðir frá miðjum maí fram í október. 

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Aðalatriðin

  • Jökulsárlón
  • Ísjakar og dýralíf
  • Sigling á Zodiac báti um lónið

Innifalið

  • Sigling á Zodiac báti
  • Leiðsögn
  • Flotgalli og björgunarvesti

 
Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára, börn þurfa að hafa náð 130 cm hæð að lágmarki.

Vinsamlegast mætið 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla.

 

í nágrenni