Gróðurhúsaheimsókn í Friðheima - FriðheimarGróðurhúsaheimsókn í Friðheima - Friðheimar

Það er sérstök upplifun að koma í hlý og björt gróðurhúsin í Friðheimum þar sem ilmurinn af tómataplöntunum tekur á móti gestum, sama hvernig viðrar úti fyrir. Gestir fá leiðsögn og fræðslu um íslenska garðyrkju og hvernig jarðhitinn er nýttur til ræktunar allt árið. Á veitingastaðnum er hægt að setjast niður og njóta gómsætrar tómatsúpu með nýbökuðu brauði og jafnvel skála í tómatsnaps! Hægt að sameina með hestasýningu (á sumrin) eða heimsókn í hesthúsið (allt árið) sem og matarupplifun. 

Lágmarksfjöldi er 10 manns. 

Í boði allt árið. Veitingastaðurinn í gróðurhúsinu er opinn alla daga frá kl. 12-16 allt árið um kring, að undanskildum 24., 25. 31. desember og 1. janúar. 

Veldu dagsetningar
Frá:1.350 kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Þjónusta

 • Gæða- / umhverfisvottun

Staðsetning

Friðheimar, Reykholti í Biskupstungum

Hápunktar

 • Hlý og björt gróðurhúsin - hvernig sem viðrar
 • Ferskir tómatar allt árið
 • Fræðandi leiðsögn um garðyrkju í gróðurhúsum á Íslandi

Innifalið

 • 30 mínútna heimsókn með leiðsögn um gróðurhúsin
 • Tómatasmakk

Valkvætt

 • Tómatsúpa með nýbökuðu brauði
 • Matarmeiri tómatsúpa og eftirréttir
 • Tómatsnaps
 • Matarminjagripir
 • Hestasýning

Verð

Gróðurhúsaheimsókn (allt árið)
1.350 kr. á mann

Gróðurhúsaheimsókn með hestasýningu (maí-september)
800 kr. á mann*
*Greitt er sérstaklega fyrir hestasýningu - sjáið Hestasýning í Friðheimum fyrir verð og upplýsingar um hestasýningu

Gróðurhúsaheimsókn með tómatasúpu og nýbökuðu brauði (allt árið)
3.700 kr. á mann

Lágmark 10 manns í gróðurhúsaheimsókn og 15 manns á hestasýningu


Áætlun

Í boði allt árið (nema hestasýning)
Daglega eftir pöntun - bóka þarf með fyrirvara

Veitingastaðurinn og Litla tómatbúðin eru opin allt árið fyrir einstaklinga og hópa milli kl. 12 og 16.
Hægt er að líta á gróðurhúsin og njóta góðra veitinga þar sem tómatar mynda rauða þráðinn.

 

í nágrenni