Hestasýning í Friðheimum - Friðheimar



Hestasýning í Friðheimum - Friðheimar

Sýningin Stefnumót við íslenska hestinn er fræðandi og skemmtileg sögu- og gangtegundasýning sem einkennist af hressilegri og taktfastri íslenskri tónlist og breiðu aldursbili knapa úr fjölskyldunni í Friðheimum. Eftir sýninguna er gestum boðið í hesthúsið að spjalla við menn og hesta. Sýningin er í boði á 14 tungumálum fyrir hópa að lágmarki 15 manns. Fyrir eða eftir sýningu er hægt að fá sér sæti í gróðurhúsinu og njóta dásamlegrar tómatsúpu að hætti hússins og kíkt í matarbúrið. 

Sýningin er í boði frá maí til september. 

Lágmarksfjöldi er 15 manns. 

Veitingastaðurinn í gróðurhúsinu er opinn alla daga frá kl. 12-16 allt árið um kring, að undanskildum 24., 25. 31. desember og 1. janúar. 

Veldu dagsetningar
Frá:2.650 kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Þjónusta

  • Gæða- / umhverfisvottun

Staðsetning

Friðheimar, Reykholti í Biskupstungum

Hápunktar

  • Fjölbreytt og skemmtileg hestasýning
  • Fræðsla um sögu og gangtegundir íslenska hestsins
  • Heimsókn í hesthúsið

Innifalið

  • 40 mínútna hestasýning
  • Val um 14 tungumál fyrir hópinn
  • Heitur drykkur í hesthúsinu

Valkvætt

  • Hádegisverður á veitingastaðnum (opið allt árið)
  • Hægt að sameina með gróðurhúsaheimsókn
  • Matarminjagripir úr litlu tómatabúðinni

Verð

Hópar 15+ manns
2.650 kr. á mann


Áætlun

Í boði frá 1. maí til 30. september
Daglega eftir pöntun - bóka þarf með fyrirvara

Veitingastaðurinn og Litla tómatbúðin eru opin allt árið fyrir einstaklinga og hópa milli kl. 12 og 16.
Hægt er að líta á gróðurhúsin og njóta góðra veitinga þar sem tómatar mynda rauða þráðinn. 

 

í nágrenni