Sigling um Jökulsárlón í hjólabát



Sigling um Jökulsárlón í hjólabát

Skemmtileg bátsferð um Jökulsárlón í hjólabát. Á meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á milli risavaxinna ísjaka í fallegu landslagi. Ferð með hjólabátnum er tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur gætu þið séð seli. Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá sögu Jökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið. Ferðin tekur 30-40 mínútur og þurfa gestir sem eiga nú þegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mæta þarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð í bátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri. Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru engin aldurstakmörk í hjólabátferðinni. 

Daglegar ferðir frá maí fram í nóvember.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Aðalatriðin

  • Jökulsárlón
  • Ísjakar og dýralíf
  • Bátsferð um lónið

Innifalið

  • Sigling á hjólabát
  • Leiðsögn
  • Björgunarvesti

 
Mæting er 20 mínútum fyrir brottför í miðasöluna. Verið komin að bátnum 5 mínútum fyrir brottför. 

Vinsamlegast klæðið ykkur eftir veðri. Gestir frá björgunarvesti um borð í bátnum en ekki annan hlífðarfatnað.

 

í nágrenni