Ábyrg ferðaþjónusta!



Ábyrg ferðaþjónusta!

03.02.2017 | Bryndís Pjetursdóttir

Í upphafi árs 2017 skrifaði Ferðaþjónustu bænda hf. undir viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu en markmið verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Forsvarsmenn yfir 100 fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um þátttöku í verkefninu en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari þess.

Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin lágmarki þau neikvæðu áhrif sem starfsemi þeirra kannhafa á umhverfið og samfélagið.

Við undirritun yfirlýsingarinnar samþykkti Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri, fyrir hönd Ferðaþjónustu bænda að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:

  • Ganga vel um og virða náttúruna
  • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
  • Virða réttindi starfsfólks
  • Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

Það er Festa – miðstöð um samfélagslegaábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðmála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel.

Mynd: Festa - Samfélagsábyrgð fyrirtækja

í nágrenni