Ensku húsin fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi í VAKANN



Ensku húsin fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi í VAKANN

20.10.2015 | Bryndís Pjetursdóttir

Ensku húsin við Langá á Mýrum, félagi í Ferðaþjónustu bænda, er fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi sem kominn er inn í VAKANN. 

Anna Dröfn og Hjörleifur ferðaþjónustubændur Ensku húsanna.jpgSögu Ensku húsanna, sem nú er flokkaður sem fjögurra stjörnu gistiheimili má rekja til ársins 1884 en sama fjölskylda hefur rekið Ensku húsin í rúmlega fimmtíu ár, fyrst sem veiðihús við Langá en í seinni tíð sem gistiheimili. Boðið er upp á gistingu í 20 herbergjum í tveimur fallega endurgerðum húsum. Staðurinn er opinn allan ársins hring en auk þess er veitingahús Ensku húsanna opið yfir sumarið.

Gæðaviðmið VAKANS fyrir gistingu eru hótel, gistiheimili, heimagisting og hostel og geta þeir sem reka gististaði í þessum flokkum sótt um þátttöku í VAKANN. Síðar á árinu mun viðmið fyrir orlofsíbúðir, bústaði og tjaldsvæði bætast við. Hótelviðmiðin byggja á viðmiðum Hotelstars en önnur gistiviðmið byggja á Qualmark gæðakerfinu.

Fyrr á þessu ári skrifaði Félag ferðaþjónustubænda undir samstarfssamning við Ferðamálastofu um að félagsmenn verði flokkaðir samkvæmt gæða- og umhverfisviðmiðum VAKANS innan 3ja ára. Með þessum breytingum mun núverandi gæða- og flokkunarkerfið Ferðaþjónustu bænda smám saman víkja fyrir nýju gæðakerfi sem mun stuðla að enn meiri fagmennsku innan íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar.

Nánari upplýsingar um Ensku húsin og VAKANN

Við óskum Önnu Dröfn og Hjörleifi til hamingju með áfangann.

í nágrenni