Jólahlaðborð og viðburðir á aðventu hjá ferðaþjónustubændumJólahlaðborð og viðburðir á aðventu hjá ferðaþjónustubændum

06.11.2012 | María Reynisdóttir
Ferðaþjónustubændur eru komnir í jólaskap og taka vel á móti þér og þínum!

Njóttu aðventunnar í sveitinni þar sem borðin svigna undan kræsingum og gleðin ræður ríkjum. Því ekki að gera vel við sig á þessum heillandi tíma? Það er fjölbreytt úrval af girnilegum jólahlaðborðum, gistingu og afþreyingu í boði hjá ferðaþjónustubændum um land allt.

Sumir bæir bjóða einnig upp á sérstakar fjölskylduskemmtanir, ógleymanleg upplifun fyrir allan aldur. Ljúffengur jólamatur, jólasveinar, pakkar, söngur gleði og gaman!

Smelltu hér til þess að sjá lista yfir þá bæi sem bjóða upp á jólahlaðborð eða aðra viðburði á aðventunni.

í nágrenni