Norðurljósaspá VeðurstofunnarNorðurljósaspá Veðurstofunnar

16.10.2012 | María Reynisdóttir

NorðurljósVerða líkur á norðurljósum í helgarferðinni í vetur? Nú er leikur einn að athuga það!

Veðurstofa Íslands hefur birt nýja norðurljósaspá á vef sínum. Norðurljósaspáin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Ekki hefur áður verið reynt að spá fyrir um líkur á því að sjáist til norðurljósa, miðað við landshluta og með tilliti til skýjafars, birtustigs og virkni.

Áhugi ferðamanna á norðurljósum fer vaxandi. Að sögn Ingvars Kristinssonar, þróunarstjóra Veðurstofunnar, er norðurljósaspáin fyrst og fremst þróuð til þess að sinna kalli ferðaþjónustunnar eftir betri upplýsingum. „En um leið og við mætum þeirra þörfum þá getur hver sem er sem hefur áhuga á kanna hvort einhvers staðar sjáist til norðurljósa í kvöld hann getur farið inn á okkar síðu og kíkt á það. "

Spáin er gerð út frá birtuskilyrðum, virkni í norðurljósabeltinu og skýjahulu. Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann og sjá hversu mikil norðurljósavirknin verður en skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er athugað hvort líkur eru á norðurljósavirkni það kvöld. Á vefsíðunni er einnig textaspá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu.

Norðurljósaspá Veðurstofu Íslands.


í nágrenni