Leyniuppskrift að rabarbarapæi!Leyniuppskrift að rabarbarapæi!

12.09.2012 | María Reynisdóttir
Rabarbarapæ a'la GauksmýriGestgjöfunum í Gauksmýri, þeim Jóhanni og Sigríði, langar til að deila hér uppskrift að rabarbarapæi en Rabarbarapæ a'la Gauksmýri hefur verið á boðstólum staðarins síðan hann hóf starfsemi sína í ferðaþjónustu árið 2002.

Rabarbarapæ a'la Gauksmýri
 
Rabarbari skorinn í sneiðar og sett botnfylli af honum í eldfast mót. Smá olíu hellt yfir.

     4 egg

     3,5 dl sykur

     2 dl hveiti

  Sykur og egg hrært saman (ljóst og létt). Þurrefni hrært varlega saman við með sleif. Deiginu hellt yfir rabarbarann.
 
     Ofan á:

     1 dl púðursykur

     75 gr smjör

     1 dl hveiti
 
Borið fram með þeyttum rjóma.
 
Verði ykkur að góðu!

Smelltu hér til að vita meira um hvað Gauksmýri, bær mánaðarins í september, hefur að bjóða.

í nágrenni