Friðheimar opna nýja gestastofu



Friðheimar opna nýja gestastofu

18.06.2012 | María Reynisdóttir
FriðheimarHjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann bændur í Friðheimum í Biskupstungum hafa byggt upp myndarlegt garðyrkjubú þar sem stunduð er ræktun undir gleri á rúmum 5.000 fermetrum. Ný og glæsileg gestastofa var vígð fyrr í mánuðinum sem  á án efa á eftir að njóta mikilla vinsælda.
 
Knútur og Helena fluttust úr Reykjavík fyrir 17 árum síðan og hafa á þeim tíma byggt upp myndarlegt garðyrkju- og hrossabú. Um árabil hefur verið boðið upp á hestasýningar í Friðheimum á hringvelli þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar, stúka fyrir gesti í skjólgóðum reit og boðið upp á heimsóknir í hesthúsið eftir sýningu.

Í nýju gestastofunni í Friðheimum, sem er tæpir 300 fermetrar að stærð, geta gestir skoðað tómataplönturnar í návígi, fræðst um sögu garðyrkjunnar á Íslandi og bragðað á ljúffengri tómatasúpu.
 
Bændurnir í Friðheimum eru meðlimir Ferðaþjónustu bænda en þau hafa einnig starfað undir merkjum
Opins landbúnaðar frá byrjun þess verkefnis. Mikil stígandi hefur verið í fjölda gesta síðustu árin en nú þegar liggur fyrir að um 12 þúsund manns heimsæki Friðheima í sumar.

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um þjónustu Friðheima og hafa samband.

Fleiri fréttir á vef Bændablaðsins.

í nágrenni