Ferðaþjónusta bænda Framúrskarandi fyrirtækiFerðaþjónusta bænda Framúrskarandi fyrirtæki

21.03.2014 | Hildur Fjóla Svansdóttir

Ferðaþjónusta bænda hf. er framúrskarandi fyrirtæki samkvæmt styrk- og stöðugleikamati Creditinfo 2013 og er á meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf. Þetta er í fjórða sinn sem fyrirtækið hlýtur þessa viðurkenningu.

Ferðaþjónusta bænda Framúrskarandi fyrirtæki 2013
 
Ferðaþjónusta bænda hf er á meðal 1% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði Creditinfo og hljóta þessa viðurkenningu en fyrirtækið var í 169. sæti á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. Af rúmlega 33 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá reyndust aðeins 462 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá þessa viðurkenningu.
 
Ferðaþjónusta bænda hf. er afar stolt af þessari viðurkenningu!
 
Upplýsingar um framúrskarandi fyrirtæki á heimasíðu Creditinfo.
 
 

í nágrenni