Blábjörg í Borgarfirði eystraBlábjörg í Borgarfirði eystra

Gistiheimili í endurgerðu fyrrum frystihúsi í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri á Austurland. Veitingastaður og fjölbreyttir gistimöguleikar. 11 björt og þægileg 2 manna herbergi með sameiginlegum 3 baðherbergjum og íbúðir sem rúma frá 2-6 gesti. Sauna og heitir pottar við gistihúsið. Fallegt útsýni yfir fjörðinn. Fjölmargar merktar gönguleiðir. Kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta einstakrar náttúrufegurðar og fuglalífs á þessum slóðum.

Opið: 1. feb. - 1. nóv.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Gufubað / Spa
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Eldunaraðstaða
 • Hleðslustöð
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Þvottaaðstaða/þjónusta
 • Norðurljósaþjónusta
 • Voffi velkominn

Í nágrenni

 • Gönguferðir og fuglaskoðun
 • Kaffihús/veitingastaður, sánabað, heitir pottar og verslun á Bakkagerði (0 km)
 • Lundi á Hafnarhólma (15.04-10.08)
 • Falleg göngusvæði eins og Stórurð og Dyrfjöll
 • Egilsstaðir 70 km
 • Seyðisfjörður (ferjan Norræna) 100 km

Gistiaðstaða

Breitt úrval af gistingu frá herbergjum með sameiginlegri aðstöðu til lúxusíbúða.

11x 2ja manna herbergi, björt og vistleg með uppbúnum rúmum og 3x sameiginlegum baðherbergjum. Einnig er fullbúið eldhús og setustofa með sjónvarpi/DVD-spilara, leikföngum og leikjum fyrir börnin.

Fjórar íbúðir í sömu byggingun; tvær stúdíóíbúðir með sjávarsýn með hjónarúmi og svefnsófa, og síðan stærri íbúðir, 2ja og 3ja svefnherbergja, ekki með sjávarsýn. Í 3ja svefnherbergja íbúðinni eru 2 baðherbergi og einnig þvottavél. Allar íbúðirnar eru búnar með stofu, flatskjá og verönd.

Ókeypis þráðlaust netsamband. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Aðgangur að þvottavél. Heilsulind með infrarauðri saunu, gufu, heitum útipottum, innipotti og köldum útipotti.

Hundar eru velkomnir með eigendum sínum inni í 2ja og 3ja svefnherbergja íbúðunum, hámark 1 hundur á íbúð. Lausaganga hunda er bönnuð og skal hundurinn ávallt vera í taumi utan íbúðar. Hægt er að ganga beint inn í  íbúðirnar af palli sem er fyrir framan. Það þarf að koma fram við bókun að hundur sé með í för. Viðbótarkostnaður er 3000 kr. á hverja gistinótt. Nánari upplýsingar um hundahald á Blábjörg er að finna hér.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður fylgir með allri gistingu og er morgunverðarhlaðborð opið gestum frá 07:00-10:00 alla daga.
Veitingastaðurinn Frystiklefinn býður upp á fjölbreytt úrval af matseðli og eins er hægt að panta fyrir hópa fyrirframákveðin hópamatseðil.

 
Þjónusta/afþreying

Gestir Blábjargar fá afslátt af aðgangi í Musteri Spa.

Hægt er að leigja kayaka og hjól á staðnum, eins opnar bruggverksmiðjan KHB Brugghús á vegum Blábjargar á komandi misserum.

Skemmri eða lengri gönguferðir um Borgarfjörð eysti og nærliggjandi slóðir. Nánari upplýsingar um möguleikana í boði og göngukort á gistiheimilinu og t.d. í matvöruversluninni. Frábær aðstaða til fuglaskoðunnar má finna í Hafnarhólma, í um 5 km fjarlægð frá þorpinu og þar er sérstök aðstaða til lundaskoðunar meðan lundinn er á staðnum, 10.04 -10.08.

Næsta þéttbýli með góðri sundlaug og ýmissi almennri þjónustu við ferðamenn er Egilsstaðir (70 km); þangað eru daglegar áætlunarferðir með innanlandsflugi. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 100 km. Áætlunarferðir eru alla virka daga milli Egilsstaða og Borgarfjarðar og hægt að bóka sæti, frá Borgarfirði kl 08:00 og frá Egilsstöðum kl 12:00.

Hleðslustöð (fyrir týpu 2) er staðsett utan á áhaldahúsi þorpsins sem er í göngufæri. Boðið er upp á fría en hæga hleðslu.

 
Paradís göngumanna og náttúruskoðara

Upp af Borgarfirði eystri gengur 10 km langur dalur þar sem rísa beggja vegna ægifögur fjöll. Mest ber þar á Dyrfjöllum sem seiða til sín göngufólk og náttúruunnendur. Hentar Blábjörg vel sem dvalarstaður fyrir þá sem hafa unun af gönguferðum, hvort sem er meðfram ströndinni, um kyrrlátan dalinn eða upp til fjalla. Tæplega 30 merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, samtals um 150 km, þar sem gefast ótal tækifæri til að upplifa stórbrotna náttúru, kyrrð og einstaka birtu norðurslóða.

 
Víknaslóðir – eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins

Yfir heiðar og um fjallaskörð suður af Borgarfirði eystra liggja heillandi gönguleiðir til eyðibyggða í Víkum og Loðmundarfirði, landsvæðis þar sem víða var búi allt fram undir miðja 20. öld en er nú eitthvert vinsælasta göngu- og útilegusvæði á norðaustur-Íslandi. Vegarslóði fyrir ökutæki með fjórhjóladrif, til Húsavíkur og Loðmundarfjarðar, er opinn frá júlí fram í september. Hér er kjörlendi göngufólks, hvort sem ræðir um stuttar dagsferðir eða lengri ferðir með bakpoka og tjald. Nokkrum sinnum á sumri eru í boði skiplagðar gönguferðir með leiðsögumönnum, allt upp í 6 daga ferðir. Af svæðinu má fá gott göngukort.

 
Dyrfjöll, Stórurð, Innra-Hvanngil í Njarðvík

Dyrfjöll eru nefnd eftir áberandi hamraskarði, Dyrunum, í fjallsbrúninni. Vestan undir Dyrunum, er Stórurð, mögnuð náttúrusmíð þar sem skiptast á björg af öllum stærðum, grænar tjarnir og grasi grónar lautir, verksummerki eftir jökul á síðustu ísöld. Hægt er að ganga að Stórurð (dagsferð) frá nokkrum stöðum, eftir merktum leiðum, m.a. frá Bakkagerði og Vatnsskarði (þar sem vegurinn liggur til Borgarfjarðar eystri). Innra-Hvanngil, innarlega í Njarðvík (10 km) er einnig staður sem vert er að skoða; má aka stuttan spöl upp með gilinu og frá bílnum er þægileg ganga inn í gilið sjálft, óvenju litríkan og hrífandi heim úr líparíti og basalti.


Gestgjafar Helgi og Auður Vala

 

í nágrenni