Blábjörg í Borgarfirði eystraBlábjörg í Borgarfirði eystra

Gistiheimili í endurgerðu fyrrum frystihúsi í sjávarþorpinu Bakkagerði á Borgarfirði eystri á norðaustur-Íslandi. 11 björt og þægileg 2 manna herbergi með sameiginlegum 3 baðherbergjum. Einnig 4 íbúðir sem rúma frá 2-6 gesti. Sauna og heitir pottar við gistihúsið. Fallegt útsýni yfir fjörðinn. Fjölmargar merktar gönguleiðir. Kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta einstakrar náttúrufegurðar og fuglalífs á þessum slóðum. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:11.900 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Gufubað
 • Eldunaraðstaða
 • Norðurljós

Í nágrenni

 • Gönguferðir og fuglaskoðun
 • Kaffihús/veitingastaður, sánabað, heitir pottar og verslun á Bakkagerði (0 km)
 • Ævintýraland og Kjarvalsstofa (safn um Jóhannes S. Kjarval)
 • Lundi á Hafnarhólma (15.04-10.08)
 • Falleg göngusvæði eins og Stórurð og Dyrfjöll
 • Egilsstaðir 70 km
 • Seyðisfjörður (ferjan Norræna) 100 km

Gistiaðstaða

11x2 manna herbergi, björt og vistleg með uppbúnum rúmum. Sameiginleg 3 baðherbergi, fullbúið eldhús og setustofa með sjónvarpi/DVD-spilara og leikföngum og leikjum fyrir börnin. 

Einnig 4 íbúðir, þ.a. 2 stúdíó-íbúðir með hjónarúmi og svefnsófa, 1 nýtískuleg íbúð með tveimur svefnherbergjum (hjónaherbergi og herbergi með tveimur stökum rúmum),  og 1 nýtískuleg íbúð með 3 svefnherbergjum (hjónaherbergi og 2 herbergi með tveimur stökum rúmum). Ath. stærri íbúðirnar verða í boði frá og með 1. júní 2017.

Ókeypis þráðlaust netsamband. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Aðgangur að þvottavél. Heilsulind [spa and wellness centre] með saunu og heitum úti- og innipotti.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverðarhlaðborð á Blábjörgum. Veitingastaðir (opnir yfir sumartímann) og matvöruverslun í þorpinu.

 
Þjónusta/afþreying

Skemmri eða lengri gönguferðir um Borgarfjörð eysti og nærliggjandi slóðir. Hjólreiðar. Nánari upplýsingar um möguleikana í boði og göngukort á gistiheimilinu og t.d. í matvöruvesluninni. Fuglaskoðun; sérstök aðstaða til lundaskoðunar í Hafnarhólma, stuttan spöl frá Blábjörgum (15.04 -10.08). Ævintýraland [Fairytale-house] fyrir börnin og Kjarvalsstofa, safn um einn kunnasta málara Íslendinga, Jóhannes Kjarval (1885-1972), sem ólst upp á staðnum frá fimmta aldursári. Næsta þéttbýli með góðri sundlaug og ýmissi almennri þjónustu við ferðamenn er Egilsstaðir (70 km); þangað eru daglegar áætlunarferðir með innanlandsflugi. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 100 km.

 
An EDEN Destination

Borgafjörður eystri is one of Europe´s "EDEN" destinations since the year 2012. Eden is the acronym for European Destinations of Excellence, a project promoting sustainable tourism.

 
Paradís göngumanna og náttúruskoðara

Upp af Borgarfirði eystri gengur 10 km langur dalur þar sem rísa beggja vegna ægifögur fjöll. Mest ber þar á Dyrfjöllum sem seiða til sín göngufólk og náttúruunnendur. Henta Blábjörg vel sem dvalarstaður fyrir þá sem hafa unun af gönguferðum, hvort sem er meðfram strönd¬inni, um kyrrlátan dalinn eða upp til fjalla. Tæplega 30 merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, samtals um 150 km, þar sem gefast ótal tækifæri til að upplifa stórbrotna náttúru, kyrrð og einstaka birtu norðurslóða.

 
Víknaslóðir – eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins

Yfir heiðar og um fjallaskörð suður af Borgarfirði eystra liggja heillandi gönguleiðir til eyðibyggða í Víkum og Loðmundarfirði, landsvæðis þar sem víða var búi allt fram undir miðja 20. öld en er nú eitthvert vinsælasta göngu- og útilegusvæði á norðaustur-Íslandi. Vegarslóði fyrir ökutæki með fjórhjóladrif, til Húsavíkur og Loðmundarfjarðar, er opinn frá júlí fram í september. Hér er kjörlendi göngufólks, hvort sem ræðir um stuttar dagsferðir eða lengri ferðir með bakpoka og tjald. Nokkrum sinnum á sumri eru í boði skiplagðar gönguferðir með leiðsögumönnum, allt upp í 6 daga ferðir. Af svæðinu má fá gott göngukort.

 
Dyrfjöll, Stórurð, Innra-Hvanngil í Njarðvík

Dyrfjöll eru nefnd eftir áberandi hamraskarði, Dyrunum, í fjallsbrúninni. Vestan undir Dyrunum, er Stórurð, mögnuð náttúrusmíð þar sem skiptast á björg af öllum stærðum, grænar tjarnir og grasi grónar lautir, verksummerki eftir jökul á síðustu ísöld. Hægt er að ganga að Stórurð (dagsferð) frá nokkrum stöðum, eftir merktum leiðum, m.a. frá Bakkagerði og Vatnsskarði (þar sem vegurinn liggur til Borgarfjarðar eystri). Innra-Hvanngil, innarlega í Njarðvík (10 km) er einnig staður sem vert er að skoða; má aka stuttan spöl upp með gilinu og frá bílnum er þægileg ganga inn í gilið sjálft, óvenju litríkan og hrífandi heim úr líparíti og basalti.


Gestgjafi: Helgi

 

í nágrenni