Dvalarstaðurinn Blábjörg á Borgarfirði eystri



Dvalarstaðurinn Blábjörg á Borgarfirði eystri

Blábjörg Resort er staðsett á Borgarfirði eystri, á Austurlandi, sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika og er staðsett í endurgerðu fyrrum frystihúsi í sjávarþorpinu. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þropinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir firðinum. Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Íbúð
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Gufubað / Spa
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Eldunaraðstaða
  • Hleðslustöð
  • Aðstaða fyrir fatlaða
  • Þvottaaðstaða/þjónusta
  • Merktar gönguleiðir
  • Norðurljósaþjónusta
  • Hreint og öruggt

Í nágrenni

  • Gönguferðir, fjallahjólaleiga, fjallahjólaferðir, kayakferðir og fuglaskoðun
  • Kaffihús, veitingastaður, heilsulind og verslun í Bakkagerði (0 km)
  • Lundi á Hafnarhólma (15.04-10.08)
  • Falleg göngusvæði um Víknaslóðir, og eins um Stórurð og Dyrfjöll
  • Egilsstaðir 70 km
  • Seyðisfjörður (ferjan Norræna) 100 km

Gistiaðstaða

Blábjörg Resort býður uppá einstaka dvöl við sjóinn. Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldan allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál.

Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gistiheimilið hefur uppá að bjóða 11 lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x hótelherbergi með útsýni yfir fjörðinn öll með sérbaðherbergi, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar sem samanstanda af tveimur studio íbúðum með sjávarsýn, einni 2ja svefnherbergja íbúð og einni 3ja svefnherbergja íbúð.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður fylgir með allri gistingu og er morgunverðarhlaðborð opið gestum frá 07:30-10:00 alla daga á veitingastaðnum.
Veitingastaðurinn Frystiklefinn býður upp á fjölbreytt úrval af matseðli og eins er hægt að panta fyrir hópa fyrirframákveðin hópamatseðil.

 
Þjónusta/afþreying

Gestir Blábjargar fá afslátt af aðgangi í Musteri Spa.

Hægt er að leigja kayaka og hjól á staðnum yfir sumartímann og yfir vetrartíman býður Blábjörg gestum sínum uppá að leigja utanbrautargönguskíði og snjóþrúgur.

Blábjörg recur einni KHB Brugghús & Ölstofu, en þar er hægt að bóka kynningarferðir og er ölstofan svo opin almenningi á kvöldin.

Skemmri eða lengri gönguferðir um Borgarfjörð eysti og nærliggjandi slóðir. Nánari upplýsingar um möguleikana í boði og göngukort á gistiheimilinu og t.d. í matvöruversluninni. Frábær aðstaða til fuglaskoðunnar má finna í Hafnarhólma, í um 5 km fjarlægð frá þorpinu og þar er sérstök aðstaða til lundaskoðunar meðan lundinn er á staðnum, 10.04 -10.08.

Næsta þéttbýli með góðri sundlaug og ýmissi almennri þjónustu við ferðamenn er Egilsstaðir (70 km); þangað eru daglegar áætlunarferðir með innanlandsflugi. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 100 km. Áætlunarferðir eru alla virka daga milli Egilsstaða og Borgarfjarðar og hægt að bóka sæti, frá Borgarfirði kl 08:00 og frá Egilsstöðum kl 12:00.

Hleðslustöð (fyrir týpu 2) er staðsett utan á áhaldahúsi þorpsins sem er í göngufæri. Boðið er upp á fría en hæga hleðslu.

 
Paradís göngumanna og náttúruskoðara

Inn af Borgarfirði eystri gengur 10 km langur dalur þar sem rísa beggja vegna ægifögur fjöll. Mest ber þar á Dyrfjöllum sem seiða til sín göngufólk og náttúruunnendur. Hentar Blábjörg vel sem dvalarstaður fyrir þá sem hafa unun af gönguferðum, hvort sem er meðfram ströndinni, um kyrrlátan dalinn eða upp til fjalla. Tæplega 30 merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, samtals um 150 km, þar sem gefast ótal tækifæri til að upplifa stórbrotna náttúru, kyrrð og einstaka birtu norðurslóða.

 
Víknaslóðir – eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins

Yfir heiðar og um fjallaskörð suður af Borgarfirði eystra liggja heillandi gönguleiðir til eyðibyggða í Víkum og Loðmundarfirði, landsvæðis þar sem víða var búið allt fram undir miðja 20. öld, en er nú eitthvert vinsælasta göngu- og útilegusvæði á Austurlandi. Vegslóði fyrir ökutæki með fjórhjóladrif sem liggur bæði til Húsavíkur og Loðmundarfjarðar, er opinn frá júlí fram í september. Hér er kjörlendi göngufólks, hvort sem ræðir um stuttar dagsferðir eða lengri ferðir með bakpoka og tjald. Nokkrum sinnum á sumri eru í boði skiplagðar gönguferðir með leiðsögumönnum, allt upp í 6 daga ferðir. Af svæðinu má fá gott göngukort á öllum helstu þjónustustöðum Bakkagerðis.

 
Dyrfjöll, Stórurð, Innra-Hvanngil í Njarðvík

Dyrfjöll eru nefnd eftir áberandi hamraskarði, Dyrunum, í fjallsbrúninni. Vestan undir Dyrunum, er Stórurð, mögnuð náttúrusmíð þar sem skiptast á björg af öllum stærðum, grænar tjarnir og grasi grónar lautir, verksummerki eftir jökul á síðustu ísöld. Hægt er að ganga að Stórurð (dagsferð) frá nokkrum stöðum, eftir merktum leiðum, m.a. frá Bakkagerði og Vatnsskarði (þar sem vegurinn liggur til Borgarfjarðar eystri). Innra-Hvanngil, innarlega í Njarðvík (10 km) er einnig staður sem vert er að skoða; má aka stuttan spöl upp með gilinu og frá bílnum er þægileg ganga inn í gilið sjálft. Þar gefur að líta óvenju litríkan og hrífandi heim úr líparíti og basalti.


Gestgjafar Helgi og Auður Vala

 

í nágrenni