Vogur á FellsströndVogur á Fellsströnd

Vel búið sveitahótel á friðsælum stað. Útsýni til hafs, yfir eyjar og sker, þar sem Snæfellsnesjökull, formfagurt, kulnað eldfjall, trónir lengst í vestri. Vogur er kjörinn staður til gönguferða um fjörur, dali og fjöll og þaðan er tilvalið að fara í dagsferðir um nágrannasveitir og söguslóðir frægra Íslendingasagna. Frá aðalveginum til Vestfjarða, þar sem hann liggur um botn Hvammsfjarðar, eru um 35 km út með firðinum að Vogi. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Gufubað / Spa
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Hleðslustöð
 • Merktar gönguleiðir
 • Norðurljósaþjónusta
 • Voffi velkominn
 • Tjaldsvæði

Í nágrenni

 • Gönguleiðir
 • Fuglaskoðun
 • Hestaleiga 7 km
 • Sundlaug 30 km
 • Búðardalur 45 km

Gistiaðstaða

Á Vogi á Fellsströnd var áður blómlegt bændabýli þar sem útihúsum hefur verið breytt í hlýlegt sveitahótel með 28 herbergjum. Andrúmsloftið er vinalegt og þægilegt. Herbergin eru björt, innréttuð í einföldum stíl. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og sturtu.

Þjónusta

Í veitingastofunni á Vogi býðst gestum að gæða sér á lamba- og laxaréttum og öðrum sérréttum úr héraðinu. Gestir geta einnig lagað sínar eigin máltíðir í notalegum grillskála. Hægt er að kaupa kjöt og mjólkurvörur á staðnum.
Á Vogi er gufubað, heitur pottur, sjónvarpsstofa og leiksvæði fyrir börn. Ókeypis þráðlaus nettenging er fyrir gesti í móttöku, borðsal og setustofu.

Afþreying

Um 30 km í austur frá Vogi er góð útisundlaug, jarðhitalaug, í Sælingsdal. Þar í dalnum er einn kunnasti bústaður álfa á Íslandi, Tungustapi. Stutta ökuleið frá sundlauginni er þorpið Búðardalur með verslunum og annarri þjónustu.

Náttúrufegurð og saga

Vogur er í hlýlegri sveit þar sem víða vex villt kjarr og hægt er að upplifa indæla sumar- og vetrardaga á göngu. Sé ekið í austur frá Vogi, inn með ströndinni, er fljótlega komið á söguslóðir einnar þekktustu og vinsælustu Íslendingasögunnar, Laxdælu, í sveitina Dali.

Á slóðum landkönnuða

Nokkrum kílómetrum sunnan við Búðardal er ekið inn Haukadal þar sem er Safnið á Eiríksstöðum. Þar má skoða eftirlíkingu af bústað víkingsins Eiríks rauða. Sonur Eiríks, Leifur heppni, er sagður hafa fundið Norður-Ameríku fyrstur Evrópubúa um 1000 (opið júní, júlí og ágúst).

Gestgjafar: Guðmundur og Sólveig

 

í nágrenni