Stóru-Laugar í ReykjardalStóru-Laugar í Reykjardal

Notalegur gististaður miðsvæðis á kunnum ferðamannaslóðum á norðaustanverðu landinu, 64 km frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Gististaðurinn er skammt frá Laugum, litlum byggðarkjarna í gróðursælli og hlýlegri sveit þar sem skiptast á lágir heiðaásar og grunn daladrög. Það liggur vel til dagsferða til ýmissa af frægustu náttúruperlum landsins og hvalaskoðunarferða frá Húsavík.  

Opið:  Allt árið (fyrir utan jól og áramót).

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram

Í nágrenni

 • Sundlaug 1 km
 • Goðafoss 14 km
 • Hestaferðir 15 km
 • Mývatn 27 km
 • HValaskoðun í Húsavík 41 km
 • Akureyri 64 km
 • Ásbyrgi 100 km

Gistiaðstaða

Herbergin á Stóru-Laugum eru öll með sérbaðherbergi. Gistingin er í þremur húsum og er boðið upp á tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi. Ókeypis þráðlaust netsamband er í öllum herbergjum og í matsal.

 
Veitingar

Morgunverður er innifalinn í verði. Kvöldverður og léttar máltíðir í boði. Panta þarf kvöldverð fyrirfram yfir vetrartímann.

 
Þjónusta, afþreying

Þvottaaðstaða er á staðnum. Verslun og sundlaug á Laugum skammt frá sveitahótelinu (1km). Hestaleiga t.d. í Hraunkoti (30 km) og Saltvík, rétt sunnan við Húsavík (36 km). Rétt ofan við Húsavík er 9 holu golfvöllur (40 km) og við Mývatn er 9 holu golfvöllur, Krossdalsvöllur, skammt frá Reykjahlíð 27 km).

 
Gróskumiklir dalir og stærsti torfbær á Íslandi

Í næsta nágrenni við Stóru-Laugar í Reykjadal eru áhugaverðar slóðir til gönguferða úti í náttúrunni og styttri ökuferða. Neðar í dalnum er Vestmannsvatn með iðjagrænum bökkum, vinsælt til silungsveiði. Stutt er þaðan að Grenjaðarstað, fornu höfuðbóli. Þar er mjög gott byggðasafn í einum stærsta torfbæ á Íslandi (775 m2). Héðan sér til Laxár, kunnustu laxveiðiár á Íslandi og hinnar fegurstu að margra dómi.

 
Hvalir, Jökulsárgljúfur, Dettifoss

Húsavík (40 km) er sjálfsagður viðkomustaður þeirra sem hafa hug á að sjá og ljósmynda stærstu spendýr Jarðar. Þaðan eru daglegar hvalaskoðunarsiglingar út á fjörðinn og fróðlegt safn um hvali og búsvæði þeirra. Til Ásbyrgis og Jökulsárgljúfra með Dettifossi, einna af stórfenglegustu náttúrurperlum Íslands, eru um 100 km frá Stóru-Laugum. Þetta er nyrsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs, hrífandi staður og ógleymanleg upplifun öllum sem þangað koma.

 
Veröld náttúruunnenda og geimfara

Mývatn og umhverfi þess er einstakur heimur, víðkunnur fyrir náttúrufegurð og landslag sem á sér engan líka. Frá Stóru-Laugum að Mývatni eru 27 km. Þar bíða ferðamannsins staðir eins og Dimmuborgir, Hver¬fjall og Hverarönd undir Námafjalli. Eftir viðburðaríkan dag er svo gott að fara í Jarðböðin við Mývatn, slaka á í baðlóninu eða í gufubaði. Að lokum ökum við svo í gullinni kvöldbirtu aftur heim til Stóru-Lauga.

Gestgjafi: Elín

 

í nágrenni