Breiðavík við LátrabjargBreiðavík við Látrabjarg

Gisting á einstökum stað, á snyrtilegu sveitahóteli við gullna sandfjöru yst í vestri á sunnanverðum Vestfjörðum. Stærstu og stórfenglegustu fuglabjörg í Evópu, Látrabjarg, eru innan seilingar. Hér er ríki lundans og milljóna sjófugla þar sem Evrópa nær lengst í vestur. Heillandi umhverfi, kyrrð og friðsæld. Gönguleiðir, silungsveiði og áhugaverðir staðir í næsta nágrenni. Opið frá 1. maí til 20. ágúst. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Merktar gönguleiðir
 • Tjaldsvæði
 • Veiði / veiðileyfi

Highlights

 • Látrabjarg 12 km - Vestasti partur af Evrópu
 • Hnjótur safn 12 km
 • Patreksfjörður 50 km

Gistiaðstaða

24 herbergi með baðherbergi í húseiningum með sérinngangi. 2 herbergi með sameiginlegu baði og svefnpokagisting í 8 herbergjum í byggingu sem áður var skólahús með heimavist.

Tjaldsvæði er á staðnum. Verð á mann er 2.400 kr. og innifalið í verðinu er aðgangur að rafmagni, salerni, sturtum, eldunaraðstöðu, matsal, nettengingu, þvottavél, kolagrilli og seyrulosun.

Þjónusta

Á hótelinu er veitingastaður. Vínveitingar. Kaffi án endurgjalds fyrir gesti og
gangandi.
Íslenskt handverk er til sýnis og sölu. Veiðileyfi seld á staðnum, silungs¬veiði í vatni rétt hjá hótelinu og í nokkrum fjallavötnum í grenndinni. Fjölbreyttar gönguleiðir. Ókeypis þráðlaust netsamband í almenningsrými. Þvottaaðstaða. Tjaldstæði. Eldunaraðstaða.

Afþreying

Fjórhjólaleiga. Veiði í vaðli við bæinn og í tveimur fjallavötnum en þar veiðist urriði og kostar leyfið 3.500 stöngin. Áhugavert byggðasafni á Hnjóti (12 km). Hestaleiga (13 km). Næsta þéttbýli með verslunum, sundlaug og ýmissi annarri þjónustu: Patreksfjörður (50 km).

Lundinn býður góðan dag á Látrabjargi

Allir sem gista í Breiðavík eru þangað komnir til þess að skoða stærstu fuglabjörg í Evrópu, Látrabjarg, stórbrotinn og jafnframt seiðandi stað, óskaheim fuglaskoðara og ljósmyndara. Frá Breiðavík er aðeins 12 km akstur þangað sem tekur við gönguferð meðfram bjarginu. Látrabjarg er 14 km langt og gnæfir 444 m yfir haffletinum þar sem það er hæst. Í bjarginu verpa milljónir sjófugla, allt að 40% sumra fuglastofna í heiminum, t.d. álkunnar. Lundinn er líka reiðubúinn að sitja fyrir á myndum; stundum er hann svo spakur að má snerta hann. Sýnið varúð á bjargbrúninni; hafið ólgar langt fyrir neðan þverhnípið.

Sólsetur við gullna sandfjöru vestast í Evrópu

Breiðavík er í dalhvilft á milli Kollsvíkur og Látravíkur, vestast á sunnanverðum Vestfjörðum. Skeljasandsfjara, nær 6 km löng, setur mikinn svip á víkina og þar er indælt að njóta sólseturs á kvöldgöngu, fjarri skarkala nútímans. Göngufólk hefur úr mörgu að velja á þessum slóðum. Yfir til Látravíkur eru 8 km og þaðan má t.d. ganga eftir vegarslóða um 5 km suður með ströndinni að vitanum á Bjargtöngum þar sem Evrópa nær lengst í vestur, Bjargtöngum.

Áhugavert byggðasafn – björgunarafrek við Látrabjarg

Frá Breiðavík er 12 km akstur yfir til Örlygshafnar við sunnanverðan Patreksfjörð. Þar er byggðasafnið á Hnjóti, einstætt safn muna sem gefa okkur mynd af daglegu lífi og kjörum fólks sem bjó á þessum slóðum á 19. og fyrri hluta síðustu aldar. Þar má einnig sjá muni, sem tengjast frægu björgunarafreki við Látrabjarg þegar breskur togari strandaði þar í aftakaveðri í desember 1947, og einstæða heimildarmynd um björgunina.

Gestgjafar: Birna Mjöll og Keran

 

í nágrenni