Langaholt



Langaholt

Snæfellsjökull geislar frá sér dulmagni þar sem hann blasir við frá gistihúsinu á Langaholti. Stutt er niður í gula sandfjöru þar sem fuglar njóta lífsins og einstaka selur kinkar kolli upp úr bárunni. Fjölbreytilegt landslag á Snæfellsnesi, mótað af eldvirkni og ágangi sjávar, myndar stórfenglega umgjörð um bjart og hlýlegt gistihús í sveit með vinsælum sjávarréttastað.  

Opið:  Allt árið (fyrir hópa). 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Wi-Fi
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Golfvöllur í nágrenni
  • Aðstaða fyrir fatlaða
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Sundlaug 6 km (Lýsuhólslaug)
  • Hestaleiga (6 km)
  • Snæfellsjökull
  • Arnarstapi 32 km
  • Ólafsvík 33 km

Gistiaðstaða

Í Langaholti hefur sama fjölskyldan tekið á móti ferðamönnum síðan 1978. Árið 2017 var gistirýmið stækkað um helming, í nýja hlutanum eru 20 rúmgóð og falleg herbergi sem öll eru með útgengi á svalir eða verönd og magnað útsýni að Snæfellsjökli. Endaherbergin eru stærri og eru líka með útsýni niður að sjó og yfir ljósu sandfjöruna sem má finna á þessum slóðum. Í eldri álmunni eru 20 látlaus en hlýleg herbergi, u.þ.b. helmingur þeirra er með útsýni að jöklinum. þar af er eitt fjögurra manna fjölskylduherbergi og nokkur þriggja manna.

 
Sérfræðingar í fiskréttum

Nýveidd bleikja, urriði og ferskt sjávarfang eru hráefnið í auðkennis-réttum matreiðslumeistarans í eldhúsinu í Langaholti. Hefur veitingastaðurinn, sem hefur vínveitingaleyfi, getið sér gott orð fyrir ljúffenga fiskrétti og rétti úr öðru sjávarfangi.

 
Strandlíf, golf, sund og hestaleiga

Fram undan gistihúsinu er gullin skeljasandsfjara þar sem börn og fullorðnir geta unað sér við leiki og jafnvel vaðið í sjónum á góðum sumardögum. Í Langaholti er 9 holu golfvöllur við ströndina. Næsta sundlaug er á Lýsuhóli (6 km) og þar er einnig hestaleiga. Til næsta þéttbýlis, Ólafsvíkur, eru 33 km, falleg leið um heiðarlönd norður yfir nesið.

 
Snæfellsnes - paradís útvistarfólks

Eldur, ís og ógnarkraftur úhafsöldunnar hafa skapað ævintýraheim. Hraun hafa runnið í sjó fram og brimið tálgað kynjamyndir í stein. Hér gefast ótal tækifæri til náttúruskoðunar í léttum eða erfiðum gönguferðum með fram sjónum og upp til fjalla. Upp á sjálfan Snæfellsjökul eru í boði ferðir á vélsleðum og snjóköttum á hverjum degi á sumrin.

 
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Frá Langaholti er aðeins 45 km akstur að upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins. Í friðlandinu eru fjölmargir skoðunarverðir staðir, vitni um sköpunarkraft náttúrunnar og harða lífsbaráttu fólks á fyrri öldum. Gönguferðir um þjóðgarðinn með leiðsögumönnum eru í boði á sumrin en öllum er frjálst að kanna þennan ævintýraheim á eigin vegum eftir merktum göngleiðum.

 
Hringferð um náttúruperlur

Hringferð frá Langaholti um Snæfellsnes er hæfileg dagsferð á bíl. Þá má t.d. aka í vestur og hafa viðdvöl fyrst í Arnarstapa, litlu þorpi í hrífandi náttúruumgjörð. Síðan er ekið fyrir nesið og haldið inn eftir norðurströnd­inni meðfram Breiðafirði. Að lokum er ekið suður yfir nesið svonefnda Vatnaleið og aftur til baka að Langaholti.

 
Gestgjafi:
  Keli 

 

í nágrenni