Hellisbúar Laugarvatnshella | LaugarvatnHellisbúar Laugarvatnshella | Laugarvatn

Það er eins og að ferðast aftur í tímann að koma í Laugarvatnshelli, einn af fáum hellum á Íslandi þar sem fólk tók sér búsetu án þess að hafa verið dæmt til útlegðar. Síðustu íbúarnir í þessum manngerðu hellum fluttust þaðan fyrir tæpum 100 árum. Komdu í heimsókn, við bjóðum upp á leiðsögn og segjum sögur af lífi hellisbúanna. Hellisbúar stunduðu hefðbundinn búskap með sauðfé, hesta og eina kú. Þeir ræktuðu kartöflur, tíndu ber og veiddu rjúpur. Til að afla tekna voru ferðamönnum seldar veitingar, m.a. rjúpur. Laugarvatnshellir er sögustaður fjarri þéttbýli og tilvalinn áningarstaður á leið um Gullna hringinn. Opið allt árið.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Leiðsögn um Laugarvatnshella

Taktu með þér

  • Hlý föt
  • Góða skó
 

í nágrenni