Dagsferð um Langanesið



Dagsferð um Langanesið

Upplifðu eitt af afskekktustu svæðum Íslands sem mun heilla þig með kyrrð, ríkulegu fuglalífi, mosabreiðum, og töfrandi strandlengju. Ferðin er frábær leið til að skoða gamla vitann og eyðiþorpið Skálar þar sem um tíma var blómlegt fiskimannasamfélag sem lagðist í eyði 1950, og súluvarpið við klettadranginn Stóra-Karli undir Skoruvíkurbjargi. Það er mögnuð upplifun að standa á útýnispallinum á Skoruvíkurbjargi og virða fyrir sér súluvarpið. Ferðin skilur eftir sig þekkingu af svæðinu og minningu um veraldlega kyrrð. Brottfarir frá maí - ágúst.

Veldu dagsetningu
Frá:kr.
á mann / hver dvöl
Bóka

Innifalið

  • Staðarleiðsögn í ca. 5 tíma
  • Fuglaskoðun, menning og saga
  • Skoðunarferð um gamla vitann og þorpið Skálar

Hápunktar

  • Kyrrð og töfrandi útsýni
  • Yfirgefnir bæir og þorp
  • Útivistarparadís með ótrúlegu fuglalífi
 

í nágrenni