Aðild að Félagi ferðaþjónustubændaAðild að Félagi ferðaþjónustubænda

Félag ferðaþjónustubænda er búgreinafélag og fá félagar aðild að Bændasamtökum Íslands með inngöngu sinni. Þegar ferðaþjónustubóndi hefur gengið til samninga við Hey Iceland /Ferðaþjónustu bænda hf. er viðkomandi orðinn félagi í Félagi ferðaþjónustubænda.

Grunnforsenda aðildar er að staðurinn hafi leyfi til reksturs, sé staðsettur úti á landsbyggðinni og meginreglan er að reksturinn sé á lögbýli. Reglur um félagsaðild er í endurskoðun árið 2019.

Leyfi til reksturs byggir á eftirfarandi:

  • Rekstrarleyfi frá sýslumanni/lögreglustjóra fyrir viðkomandi ferðaþjónustu. 
   • Leyfi frá heilbrigðisfulltrúa
   • Leyfi frá vinnueftirliti
   • Leyfi frá eldvarnareftirliti
   • Samþykki byggingarfulltrúa
  • Reglugerð Samgönguráðuneytisins um veitinga- og gististaði

 
Áður en sótt er um inngöngu er nauðsynlegt að kynna sér áherslur Hey Iceland á sviði ábyrgrar ferðaþjónustu og flokkun á gistingu.

Nánari upplýsingar um aðild að Hey Iceland veitir Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri - berglind@heyiceland.is,  sími: 570 2710.

Verðskrá fyrir aðild að Félagi ferðaþjónustubænda

 

Ársgjald til Félags ferðaþjónustubænda

  • Grunngjald á stað með afþreyingu kr. 15.000,-
  • Grunngjald á gististað með fjölda rúma 0-20 kr. 15.900,-
  • Grunngjald á gististað með fjölda rúma 21-50 kr. 21.350,-
  • Grunngjald á gististað með fjölda rúma 51 og yfir kr. 26.650,-
  • Kr. 300,- á hvert rúm ef herbergi er án baðs/sumarhús
  • Kr. 400,- á hvert rúm ef herbergi er með baði
  • Rúmagjald fellur niður  hjá þeim félögum sem eru komnir inn í Vakann

 


Til athugunar fyrir þá sem hyggja á rekstur í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa hefur tekið saman lítið rit með ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem hyggja á rekstur í ferðaþjónustu. Þar er farið yfir þætti er lúta að leyfismálum, hvernig hægt er að koma sér á framfæri og fjallað um stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að hjálpa fólki fyrstu skrefin og auðvelda því að leita sér upplýsinga.

Til athugunar fyrir þá sem hyggja á rekstur í ferðaþjónustu. Ferðamálastofa, maí 2012