Ábyrg ferðaþjónusta



Ábyrg ferðaþjónusta

Hey Iceland tekur virkan þátt í mótun og þróun íslenskrar ferðaþjónustu Hey Iceland tekur virkan þátt í ábyrgri ferðaþjónustuog viðurkennir skyldur sínar og ábyrgð þegar kemur að því að leita framþróunar og lausna. Þess vegna leggjum við okkar af mörkum til þess að lágmarka þau áhrif sem við höfum á umhverfið og eigum í nánu samstarfi við aðra ferðaþjónustuaðila, félaga okkar, starfsmenn og samstarfsaðila.

Þegar þú velur Hey Iceland ýtir þú undir innlendan atvinnurekstur. Fyrirtækið var stofnað af bændum í Félagi ferðaþjónustubænda árið 1991 og er það enn að stórum hluta í eigu þessa hóps, sem tryggir að hagnaður skilar sér aftur heim í hérað.

Kynntu þér sjálfbærnistefnu Hey Iceland 

Við leggjum okkur fram um að:

Ganga vel um og virða náttúruna

  • Sýnum gott fordæmi og göngum vel um náttúruna; lágmörkum verðmætasóun, flokkum úrgang og tileinkum okkur umhverfisvæn innkaup
  • Veitum ferðamönnum upplýsingar um náttúruperlur sem eru bæði fræðandi og leiðbeinandi, sjá t.d. Enjoy but take care og Tips for responsible travel in Iceland
  • Tökum þátt í að draga úr kolefnislosun sem verður til vegna ferðalaga með því að styðja við uppbyggingu innviða á umhverfisvænni samgöngumáta og almennri kolefnisbindingu. Hleðsla í hlaði.
  • Leitum leiða til að draga úr kolefnisfótspori fyrirtækisins og greiða leið viðskiptavina til að draga úr kolefnisfótspori vegna ferðalagsins. Sjá nánar um kolefnisjöfnun.


Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi

  • Viðskiptavinir okkar upplifi það frá fyrstu stundu að þeir séu í góðum höndum, þ.e. þeim sé sinnt af fagmennsku og að öryggi viðkomandi sé haft í fyrirrúmi. 
  • Traust og gott samstarf við aðra ferðaþjónustuaðila er mikilvægt þar sem gæði og fagmennska þarf að vera tryggð gagnvart viðskiptavininum allan tímann.


Virða réttindi starfsfólks

  • Áhersla er lögð á að fara eftir lögum og reglugerðum sem tengjast réttindum starfsfólks.
  • Unnið er eftir vel skilgreindum ferlum þar sem verkefni og ábyrgð eru starfsmönnum skýr.
  • Starfsmaður upplifi sig sem verðmætan starfsmann, áhersla er lögð á jafningjafræðslu, hvatningu og hrós auk þess sem frumkvæði er tekið opnum örmum.
  • Gildi fyrirtækisins, þ.e. virðing, gleði og framsýni eru sýnileg og höfð að leiðarljósi í daglegum störfum.


Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

  • Vera öflugur talsmaður landsbyggðarinnar og koma sérstöðu hennar og þeim verðmætum sem þar er að finna á framfæri og lifandi og skemmtilegan hátt.  
  • Metnaður og gott orðspor getur styrkt samband fyrirtækisins og félaganna sem og samstarf á milli félaganna á uppbyggilegan hátt og verið hvatning til góðra verka.
  • Með heiðarlegu samtali og traustu samstarfi getur skrifstofan og félagsmenn saman byggt upp sterkt vörumerki sem skilar sér síðar í enn meira arði sem verður eftir heima í héraði.


Hey Ísland í Vakanum

Certified Travel Service 2021.jpg Environmental Vakinn 2021.jpg

Hey Ísland er vottað af Vakanum sem er gæða-og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Hey Ísland og systkinavörumerkið Bændaferðir byggja á traustum grunni fyrirtækisins Ferðaþjónustu bænda hf. og með þátttöku í Vakanum vill starfsfólkið axla ábyrgð við að byggja upp ábyrga ferðaþjónustu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Staðfesting á vottun - Vottunarstofan Tún

Félagar sem eru þátttakendur í Vakanum

Siðareglur Vakans


Samvinnuverkefni um Ábyrga ferðaþjónustu

Í upphafi árs 2017 skrifaði Ferðaþjónustu bænda hf. undir  Ferðaþjónusta bænda/Hey Iceland skrifar undir viljayfirlýsingu um ábyrga Ferðaþjónusta viljayfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu en markmið verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Forsvarsmenn yfir 100 fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um þátttöku í verkefninu en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari þess.

Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin lágmarki þau neikvæðu áhrif sem starfsemi þeirra kann að hafa á umhverfið og samfélagið.

Við undirritun yfirlýsingarinnar samþykkti Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda hf. að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:

  • Ganga vel um og virða náttúruna
  • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
  • Virða réttindi starfsfólks
  • Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

Það er Festa – miðstöð um samfélagslegaábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðmála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel.  Þess má geta að Ferðaþjónusta bænda hf. er aðili að Íslenska ferðaklasanum.

Ábyrg ferðaþjónusta - mynd FESTA.jpg

Mynd: Festa - Samfélagsábyrgð fyrirtækja