Litla-Hof í Öræfum



Litla-Hof í Öræfum

Herbergi með sameiginlegu baðherbergi í húsi ábúenda og í litlu sérhúsi á bóndabænum Litla-Hofi í sveitinni Öræfum á Suðaustur-Íslandi, skammt frá þjóðgarðinum Skaftafelli. Hentugur dvalarstaður fyrir þá sem ætla að gefa sér góðan tíma til að skoða Skaftafell og nágrenni og stórbrotna náttúru jökla og svartra sanda undir rótum Vatnajökuls allt austur að Jökulsárlóni. Opið frá 1. mars til 30. nóvember. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi

Í nágrenni 

  • Skaftafell  20 km
  • Ingólfshöfði
  • Jökulsárlón 37 km
  • Þórbergssetur 52 km
  • Kirkjubæjarklaustur 86 km

Gistiaðstaða

4x2 manna og 1x1 manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi á sérhæð (með sérinngangi) í húsi ábúenda. Morgunverður er í boði.  Ath. ekki er aðgangur að eldunaraðstöðu.  

Skammt frá eru 2 sumarhús með baðherbergi, eldunaraðstöðu og stofu þar sem er sjónvarp. Ókeypis þráðlaust netsamband.

-  Brúna sumarhúsið:  2 svefnherbergi; hjónaherbergi og 2ja manna herb. með aukarúmi (gegn aukagjaldi)

-  Hvíta sumarhúsið:  2 svefnherbergi;  2 x 2ja manna herb. + aukarúm í öðru herberginu (gegn aukagjaldi)

 
Þjónusta/afþreying

Merktar gönguleiðir í þjóðgarðinum í Skaftafelli þar sem einnig eru í boði t.d. hjóla-, göngu- og fjalla- og jöklaferðir með leiðsögn (20 km). Bátsigling á Jökulsárlóni (37 km). Daglegar ferðir á sumrin í Ingólfshöfða frá Hofsnesi (4 km) með heyvagni aftan í dráttarvél. Sundlaug í þorpinu Kirkjubæjarklaustri (84 km). Í Freysnesi (15 km) er söluskáli þar sem er rekin veitingasala allt árið og einnig er hægt að kaupa þar ýmsa matvöru og eldsneyti. Veitingasala í Skaftafellsstofu (gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli) er opin frá miðjum maí fram í miðjan september. Næsta stóra matvöruverslun er á Kirkjubæjarklaustri (84 km).

 
Heimur jökulfara, göngufólks og náttúruunnenda

Litla-Hof er eitt 5 býla í þyrpingu bóndabæja sem saman eru nefndir Hof í Öræfum. Hof hefur verið kirkjustaður í tæpar 7 aldir og þar er ein sex torfkirkna sem enn standa á Íslandi. Yfir Hofi gnæfir Öræfajökull sem gengur suður úr Vatnajökli. Á Öræfajökli er hæsti tindur á Íslandi (2.110 m) og frá honum ganga margir skriðjöklar niður undir sveitina. Að einum þeirra, Skaftafellsjökli, er auðveld gönguleið frá Skaftafelli en í boði frá Skaftafelli er t.d. allnokkuð krefjandi og lengri gönguferð (3-5 klst.) með leiðsögn að skriðjöklinum Falljökli sem margir telja einn fegursta skriðjökulinn á þessu svæði.

 
Skaftafell – ein af fegurstu náttúruperlum Íslands

Frá Hofi er um 10 mín. akstur að þjóðgarðinum í Skaftafelli (friðlýstur árið 1967) sem nú er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Einstök náttúrufegurð, þar sem koma saman miklar andstæður, góð veðurskilyrði og úrval gönguleiða gera Skaftafell að kjöráfangastað þeirra sem vilja njóta útivistar í íslenskri náttúru. Hér eru merktar gönguleiðir við allra hæfi. Stuttar og auðveldar leiðir að Svartafossi og Skaftafellsjökli en lengri leiðir t.d. í Morsárdal, á Skaftafellsheiði og Kristínartinda. Vatnajökulsþjóðgarður rekur gestastofu í Skaftafelli og ferðaþjónustufyrirtæki hafa aðsetur á staðnum og bjóða skipulagðar ferðir af ýmsu tagi um jökul og aðrar náttúrugersemar á þessum slóðum.

 
Njótið útsýnis og fuglalífs á Ingólfshöfði

Framundan Hofi er mikið sandflæmi, Skeiðarársandur, þar sem renna til sjávar nokkur jökulfljót í mörgum farvegum, álum og lænum. Niður við ströndina, í næsta nágrenni við Hof, er Ingólfshöfði, kenndur við fyrsta landnámsmanninn. Ingólfshöfði er friðlýstur. Í höfðanum er óvenju fjölskrúðugt fuglalíf, gullnáma fyrir fuglaáhugmenn, og þaðan er einnig fagurt útsýni til landsins og með ströndinni til beggja átta. Öllum er það sérstæð og ógleymanleg upplifun að fara í traktorskerruferð frá Hofsnesi út í Ingólfshöfða. 


Gestgjafi:  Sólrún Sigurjónsdóttir.

 

í nágrenni