Golf og GistingGolfupplifun í sveitasælunni

Það er eftirvænting í loftinu, golfsumarið er byrjað og margir í ferðahug. Hvað er skemmtilegra en að upplifa ævintýralega golfvelli á landsbyggðinni og á sama tíma að kynnast sveitinni á nýjan hátt? Þegar kemur að því að skipuleggja golfferð innanlands, er tilvalið að skoða úrvalið hjá Hey Íslandi því þar er að finna marga gististaði í nágrenni við golfvelli. 

Fjölbreyttir gistimöguleikar

Hey Ísland er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar þar sem ræturnar liggja hjá fjölskyldureknum ferðaþjónustufyrirtækjum og styður hún þannig við sjálfbæra ferðaþjónustu í sveitum landsins. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því hægt er að velja á milli gistinga í sumarhúsum, gistiheimilum og sveitahótelum. Morgunverður er víða í boði, en einnig er hægt að velja gistingu þar sem eldunaraðstaða er í boði fyrir gesti. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi og því getur verið spennandi að fara á milli staða, kynnast nýju fólki og upplifa sérstöðu hvers og eins.

Skoðaðu gistingu í nálægð við golfvelli

Skoðaðu spennandi tilboð á gistingu og golfi

 
Fylgstu með Hey Íslandi á Facebook og Instagram