Fréttir 2015



01.12 2015

Þrír gististaðir innan Ferðaþjónustu bænda hljóta viðurkenningu Vakans

Þrjú gistiheimili innan Félags ferðaþjónustubænda fengu viðurkenningu Vakans á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin var hátíðlega þann 16. nóvember síðastliðinn á Hótel Natura. Þetta voru Gistihúsið Narfastöðum, Brunnhóll og Sólheimahjáleiga sem nú flokkast öll sem fjögurra stjörnu gistiheimili. Að auki fengu Narfastaðir gullmerki í umhverfiskerfi Vakans og Brunnhóll bronsmerkið.

30.11 2015

Gefðu einstaka upplifun!

Gefðu ljúfar stundir sem endast ævilangt í jólapakkann í ár. Gjafabréf frá Ferðaþjónustu bænda – Bændaferðum er tilvalin gjöf til þeirra sem hafa gaman af því að ferðast, jafnt innanlands sem utan.

23.11 2015

Viðurkenningar til ferðaþjónustubænda 2015

Uppskeruhátíð Félags ferðaþjónustubænda var haldin hátíðleg mánudaginn 16. nóvember síðastliðinn í Reykjavík. Á hátíðinni veitti starfsfólk skrifstofu Ferðaþjónusta bænda félagsmönnum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur og hvatningaverðlaun en alls fá 6 bæir viðurkenningu, þrír í hvorum flokki. Þetta er í fimmta skiptið sem viðurkenningarnar eru veittar.