Eldhestar í VAKANN



Eldhestar í VAKANN

12.02.2013 | María Reynisdóttir
Eldhestar fá VAKANNHestaleigan Eldhestar í Ölfusi gengu nýlega í VAKANN, nýja gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Fyrirtækið er það sjöunda sem lýkur úttekt VAKANS. 
 
Markmið VAKANS er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð.

Eldhestar er sveitahótel og hestaleiga staðsett í friðsælu umhverfi stutt frá Hveragerði. 26 rúmgóð herbergi eru í boði, fjölbreyttar veitingar og hestaferðir við allra hæfi.

Eldhestar eru einmitt bær mánaðarins hjá Ferðaþjónustu bænda í febrúarmánuði.

Nánar um Eldhesta.

Nánar um VAKANN.

í nágrenni