Húsabakki gistihúsHúsabakki gistihús

Fjölskylduvænt og vinalegt gistihús í heillandi umhverfi mitt í Svarfaðardal við Eyjafjörð. Góð aðstaða og fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar fyrir börn og fullorðna. Kjörinn gististaður til útivistar og gönguferða um fjöll og dali á norðanverðum Tröllaskaga. Votlendisfriðland með gönguleiðum, fræðslustígum og aðstöðu til fuglaskoðunar liggur upp að Húsa¬bakka. Opið á sumrin.

Veldu dagsetningar
Frá:13.500 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Íbúð
 • Frítt netsamband svæðisbundið
 • Aðgangur að nettengdri tölvu
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Eldunaraðstaða
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Kreditkort
 • Leiksvæði fyrir börn
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Friðland
 • Gönguleiðir
 • Fuglaskoðun - Fuglasýning
 • Hestaferðir
 • Hvalaskoðun
 • Skíðaferðir
 • Dalvík 5 km
 • Akureyri 48 km
 • Sundlaug, golf, söfn og veitingastaðir á Dalvík og Akureyri

Gistiaðstaða

Fjölbreytt gistiaðstaða fyrir allt að 60 manns í herbergjum sem deila baðherbergjum (eins til fjögurra manna herbergi í boði). Svefnpokapláss með sameiginlegu baðherbergi í þriggja og fjögurra manna herbergjum og einum 16 manna svefnsal með kojum. Útsýni til fjalla úr öllum herbergjum. Gistihúsið var áður notað sem skólahús-næði og heimavist. Allur búnaður er látlaus, andrúmsloftið notalegt og gamlir munir gefa húsnæðinu sérstakan þokka. Gestir hafa afnot af gestaeldhúsi, borðstofu og stofu með sjónvarpi, bókum og spilum. Ókeypis þráðlaust netsamband.

Við gisthúsið er einnig gott tjaldsvæði með rafmagni fyrir fellihýsi og hjólhýsi, aðgangi að þvottavél, eldunaraðstöðu og sameiginlegri snyrtingu og sturtum.

 
Veitingar/máltíðir

Ljúffengur íslenskur matur er borinn fram í morgunverð og kvöldverð í matsal á staðnum (þarf að panta fyrirfram). Grænmetisfæði í boði. Vínveitingar. Einnig er hægt að panta hádegisverð og/eða nesti fyrir hópa. Við hliðina á gistihúsinu er félagsheimili sem leigt er út fyrir t.d. ættarmót og aðra viðburði.

 
Afþreying

Gönguleiðir, fuglaskoðun, mini-golf og kanó-siglingar. Golf (2 km), hestaferðir (2.5 km), skíðasvæði (5 km), sundlaug (5 km), hvalaskoðun (5 km). Áætlunarsiglingar út í lítið, friðsælt þorp á eyju í firðinum, Hrísey (frá Litla-Árskógssandi – 17 km). Næstu þéttbýlisstaðir: Dalvík (5 km), Akureyri (45 km), Ólafsfjörður (23 km), Siglufjörður (38 km).

 
Börn og fullorðnir skemmta sér saman

Á Húsabakka er leiksvæði fyrir börn, íþróttavöllur, mini-golf, skógarreitur með eldstæði, fuglasýningin „Friðland fuglanna“ og aðstaða til jógaiðkunar. Friðland Svarfdæla, elsta votlendisfriðland landsins, liggur upp að Húsabakka. Þar eru margar merktar gönguleiðir, fræðslustígar, táslustígur (sérhönnuð göngubraut fyrir berfætta), í boði eru kanó-siglingar um friðlandið (sjá hér neðar) og svæðið er gósenland fyrir fuglaskoðara.

 
Kanó-sigling um friðlandið með leiðsögn

Siglingin tekur um eina klukkustund en gera má ráð fyrir tveggja tíma dagskrá með undirbúningi. Þátttakendur hittast á Húsabakka eða í Árgerði þar sem þeir fá örggisvesti. Frá Árgerði er ekið að Hánefstaðareit og fer þá eftir fjölda (lágmarksfjöldi 2) hvort ekið er í eigin bílum eða í bíl með leiðsögumanni. Hánefsstaðir eru í miðjum dalnum þar sem áin, sem kennd er við dalinn, streymir lygn í gegnum Friðland Svarfdæla, elsta votlendisfriðland á Íslandi, friðlýst árið 1972. Friðlandið er 8 km2 og þar verpa um 40 fuglategundir á hverju sumri. Innifalið í verði: Björgunarvesti, bátar og viðeigandi búnaður, leiðsögn og kennsla á kanó; akstur að hluta.

 
Gönguleiðir – dagsferðir til næstu byggða

Húsabakki er miðsvæðis í fallegum, búsældarlegum dal sem liggur til suðvesturs inn á milli hárra og tígulegra fjalla á Tröllaskaga. Upp úr dalnum liggja gönguleiðir um fjöll og skörð sem áður voru alfaraleiðir milli byggða á þessu svæði en laða nú til sín fjölda göngufólks og fjallamanna, sumar sem vetur. Húsabakki hentar einnig vel sem dvalarstaður fyrir þá sem vilja heimsækja byggðarlögin á norðanverðum Tröllaskaga, t.d. fyrrum síldarbæinn Siglufjörð (38 km), eða skoða sig um á vesturströnd Eyjafjarðar og á Akureyri (45 km).

 
Gestgjafi: Óli
 
 
 

 

In the area