BirkifellBirkifell

Íbúðarhús skammt frá suðaustanverðum rótum Vatnajökuls í friðsælli og hrífandi fallegri sveit á Suðaustur-Íslandi, 20 km frá Höfn í Hornafirði. Einstakt svæði allt um kring til gönguferða um tröllaukið landslag, mótað af skriðjöklum og jökulám. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar og afþreyingar, ferðir á Vatnajökul og til víðkunnra staða eins og Jökulsárlóns og þjóðgarðsins í Skaftafelli. Opið frá 10. júní til 15. september.

Veldu dagsetningar
Frá:50.000 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

  • Bústaður
  • Eldunaraðstaða
  • Kreditkort

Í nágrenni

  • Hoffellsjökull 
  • Vatnajökulsþjóðgarður
  • Höfn 20 km
  • Jöklaferðir 31 km
  • Jökulsárlón 65 km
  • Skaftafell 20 km

Gistiaðstaða

3x2 manna herbergi í íbúðarhúsi á Birkifelli, skammt frá bæjunum Hoffelli og Miðfelli undir suðurstafni Hoffellsfjalla í Innbyggð í Hornfirði, 3 km frá vegamótum við þjóðveg 1. Hægt að fá barnarúm. Rúmgott sameiginlegt rými, baðherbergi, setustofa með sjónvarpi, borðstofa og fullbúið eldhús. Gestir hafa húsið að öllu leyti út af fyrir sig.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Næstu matvöruverslanir eru í sjávarútvegsbænum Höfn í Hornafirði (20 km). Á Höfn eru einnig nokkrir ágætir veitingastaðir og í sveitinni sjálfri má benda á veitingastaðina Hótel Smyrlabjörg Restaurant (33 km), Restaurant Fjósið í Hólmi (18 km) og Þórbergssetur á Hala í Suðursveit (53 km).

 
Þjónusta/afþreying

Fjölmargar einstakar gönguleiðir í grennd við Birkifell og að heita má við hvert fótmál undir suðurrótum Vatnajökuls, inn til fjalla eða meðfram ströndinni þar sem úthafsaldan fellur á svarta sanda. Ýmis ferðaþjónustufyrirtæki í Hornafirði sérhæfa sig í skipulegum ferðum upp á Vatnajökul og um aðra kunna staði í þessum landshluta þar sem eru suðurmörk Vatnajökulsþjóðgarðs. Fuglaskoðun. Jöklasafnið á Höfn; á safninu er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Dagsferðir að Jökulsárlóni (65 km), í Skaftafell (120 km) eða í Lón, paradís útivistar- og göngufólks (40 km). Hestaleiga í Árnanesi (13 km). 9 holu golfvöllur, Silfurnesvöllur, hjá Höfn. Næsta þéttbýli með sundlaug, matvöruverslunum, veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og allri almennri þjónustu: Höfn (20 km).

 
Gönguleiðir um undraheim jökla í grennd við Birkifell

Frá Birkifelli liggja m.a. afar skemmtilegar og hrífandi, langar eða stuttar gönguleiðir inn með Hoffellsjökli sem er á meðal stærri skriðjökla sem ganga suður úr Vatnajökli. Flestar þessar leiðir eru hæfi allra, sem eru sæmilega vel á sig komnir, og ferðamanna bíður ógleymanleg upplifun undir hlíðum fjalla sem skriðjöklar mótuðu á fyrri öldum. Austur af jökullóninu er Geitafell, vinsæll áningastaður göngufólks þar sem eru borð og sæti úr gabrói. Frá nágrannabænum Hoffelli eru í boði ferði með leiðsögn inn í þennan töfraheim Vatnajökulsþjóðgarðs.

 
Vatnajökulsþjóðgarður, Haukafell, Fláajökull

Fjallendið við suðurrætur Vatnajökuls, allt frá því komið er austur fyrir Jökulsárlón og þar til blasa við Lónsöræfiog Stafafellsfjöll í Lóni, næstu sveit fyrir austan Hornafjörð, er eitt vinsælasta útivistar-, göngu- og jöklaferðasvæði landsins. Gönguleiðir eru fjölbreyttar, miserfiðar og –langar, en allir ættu að finna slóðir við sitt hæfi . Hér eru suðurmörk Vatnajökulsþjóðgarðs en í jaðri hans eru stikaðar gönguleiðir með fræðsluskiltum. Vinsæl útivistarsvæði eru í Haukafelli (16 km) og við Fláajökul (24 km). Gönguleiðakort um þessi svæði og vinsælar gönguslóðir í nágrannasveitum má fá t.d. á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Höfn.

 
Jökulsárlón og Skaftafell

Birkifell hentar vel sem áningarstaður fyrir þá sem vilja njóta hinnar stórbrotnu náttúrufegurðar í Hornafirði. Þaðan er einnig tilvalið að bregða sér í dagsferð til að eiga viðdvöl hjá Jökulsárlóni, einni þekktustu náttúruperlu Íslands (65 km), aka í vestur um Öræfasveit og verja síðan nokkrum klukkustundum í Skaftafelli (120 km), annarri kunnustu náttúruperlu landsins, stað þar sem mætast magnaðar andstæður gróðursældar og hins eyðandi máttar jökla og ólgandi jökulfljóta.

Gestgjafar: Sigurbjörg og Hörður.

 

In the area