Fitjar við MosfellsbæFitjar við Mosfellsbæ

Fjölskyldurekið gistiheimili rétt utan við þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu, við þjóðveg nr. 1 þar sem hann liggur í norður frá höfuðborginni. Aðeins 20 km frá miðbæ Reykjavíkur. Góður staður fyrir náttúruunnendur sem vilja komast út fyrir ys og þys þéttbýlis en eiga þess kost um leið að njóta þjónustu, mannlífs, lista og afþreyingar í höfuðborginni. Opið allt árið  - Ath. gistihúsið verður lokað árið 2018.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Hefðbundinn búskapur
 • Frítt netsamband
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp
 • Þvottaaðstaða
 • Kreditkort
 • Leiksvæði fyrir börn
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Mosfellsbær 3 km
 • Hestaferðir 3 km
 • Golf 3 km
 • Esja 3 km - vinsælar gönguleiðir
 • Jarðhitasundlaug 4 km
 • Reykjavík 12 km

Gistiaðstaða

6 tveggja manna herbergi, þrjú með sérbaði og þrjú herbergi með handlaug en sameiginlegu baði. Sjónvarp og frítt þráðlaust netsamband. Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og þvottavél. Morgunverður í boði.

 
Afþreying/þjónusta

Gönguleiðir, m.a. á borgarfjall Reykjavíkur, Esju (3 km). Hestaferðir (3 km). Golf: Golfvöllur Mosfellsbæjar, Korpuvöllur og Grafarholtsvöllur í Reykjavík. Jarðhitasundlaug í Mosfellsbæ (4 km). Fjölmargar aðrar jarðhitasundlaugar á höfuðborgarsvæðinu. Næstu matvöruverslanir og matsölstaðir eru í Mosfellsbæ (4 km), nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur.

 
Laxveiðiá við húsdyrnar, gönguleiðir, Esja

Gistiheimilið stendur við Leirvogsá, eina af betri laxveiðiám á höfuðborgarsvæðinu, og stundum sést laxinn stökkva ef heppnin er með. Héðan er fallegt útsýni til Reykjavíkur. Skammt norðan við Fitjar rís Esja, borgarfjall höfuðborgarinnar og eitt af auðkennandi táknum hennar. Í nágrenninu eru margar gönguleiðir, m.a. vinsæl gönguleið upp á Esju (780 m) þar sem er útsýnisskífa.

 
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Til þjóðgarðsins á Þingvöllum er um hálfrar klukkustundar akstur frá Fitjum (30 km). Ekið er um hlýlegan dal, Mosfellsdal, fram hjá heimili íslenska nóbelskáldsins Halldórs Laxness (sem nú er opið sem safn) og síðan um grösuga Mosfellsheiði til Þingvalla. Þingvellir eru að heita má helgur staður í augum Íslendinga. Þar var hið forna Alþingi stofnað árið 930 og Ísland lýst lýðveldi árið 1944. En Þingvellir eru þar að auki undurfagur staður og engum líkur; heimsókn þangað er upplifun sem enginn náttúruunnandi lætur fram hjá sér fara.

 
Geysir, Gullfoss, Hvalfjörður, Borgarfjörður

Frá Fitjum er tilvalið að bregða sér í lengri dagsferðir um suðvestur-Ísland þar sem er að finna margar af kunnustu náttúruperlum landsins. Frá Þingvöllum eru 56 km til jarðhitasvæðisins við Geysi en frá þessu heimskunna jarðhitasvæði eru 10 km að Gullfossi. Sé haldið í vestur/norður frá Fitjum má bregða sér annað hvort í skoðunarferð um Hvalfjörð, sem skerst inn í landið norðan Esju, eða aka um göng undir fjörðinn og njóta náttúrfegurðar í hinu söguríka héraði Borgarfirði (55 km til smábæjarins Borgarness við botn Borgarfjarðar).

Gestgjafar: Karin og Guðjón

 

In the area