Brúnastaðir í FljótumBrúnastaðir í Fljótum

Vel búið sumarhús á fjölskylduvænum stað við stöðuvatn í fallegri sveit, Fljótum, nær því nyrst á skaganum á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Húsið rúmar 10 manns í 3 svefnherbergjum. Margt til afþreyingar fyrir alla fjölskylduna, á Brúnastöðum og á Siglufirði, líflegum bæ í aðeins 22 km fjarlægð. Fjölbreyttir möguleikar til skoðunarferða um næstu sveitir, við Skagafjörð og Eyjafjörð. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna
Loading...

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Veiði og fuglaskoðun
 • Árabátar og "Sit on top" kajakar til leigu
 • Sundlaug 6 km
 • Golf og hestaleiga 20 km
 • Siglufjörður 22 km
 • Síldarminjasafn Íslands Siglufirði
 • Þjóðlagasetur Siglufirði
 • Vesturfarasetrið Hofsósi
 • Hólar í Hjaltadal

Gistiaðstaða

Sumarhúsið er 50 m2 að grunnfleti á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru tvö tveggja manna herbergi, rúmgott baðherbergi með sturtu, fullbúið eldhús og samliggjandi borðstofa og setustofa með flatskjá og DVD-spilara. Á efri hæð er stórt svefnherbergi með fjórum rúmum og opið svefnloft með þremur rúmum. Aukadýnur og barnarúm. Við húsið er stór verönd, yfirbyggð að hluta. Gasgrill og garðhúsgögn. Rampur upp á veröndina. Húsið stendur skammt frá stöðuvatninu, Miklavatni, og þaðan er mikið og fallegt útsýni. Ókeypis þráðlaust netsamband í húsinu.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Í Ketilási (500 m) er verslun með helstu nauðsynjar og bensínstöð. Matsölu- og veitingastaðir á Siglufirði (22 km) og veitingastaðurinn Sölvabar í Lónkoti (20 km).

 
Þjónusta/afþreying

Á Brúnastöðum er rekið stórt fjárbú og stunduð skógrækt. Lítill „dýragarður“ skammt frá húsinu með húsdýrum eins og geitum, grísum, íslenskum landnámshænum, kanínum og kálfum. Leiksvæði fyrir börn. Seld veiðileyfi í Miklavatni. Árabátar og „sit on top“ kajakar til leigu. Fuglaskoðun. Tilkomumiklar gönguleiðir í nágrenninu, um sveitina eða upp til fjalla. Sundlaug (6 km). Hraundúnn, handverksgallerí (6 km). Golf: „Golfvöllurinn á 66. breiddargráðu“ í Lónkoti í Skagafirði (20 km) og Hólsvöllur á Siglufirði (22 km). Hestaleiga, Fjallahestar á Sauðanesi (20 km). Skíðsvæði á Siglufirði. Næsta þéttbýli með sundlaug, verslunum, veitingastöðum, söfnum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Siglufjörður (22 km).

 
Heillandi slóðir jafnt sumar sem vetur

Sveitin Fljót er fallegur staður í góðviðri á sumrin og hér gefast mörg tækifæri til að njóta náttúrunnar á gönguskónum. Fyrir fjallafólk er þetta svæði með nær óþrjótandi möguleika. Á veturna færist annar svipur yfir landið, ekki síður heillandi þegar snjónum hefur kyngt niður. Þá er gaman að taka fram skíðin eða renna sér á sleða og ef veður er heiðskírt að ljúka deginum með því að horfa á norðurljósin dansa um stjörnubjartan himin.

 
„Síldarbærinn“ Siglufjörður

Til bæjarins Siglufjarðar eru aðeins 22 km, út með ströndinni í norður um Strákagöng. Siglufjörður var miðstöð síldveiða á Íslandi allan fyrri hluta 20. aldar; bærinn var þá stundum nefndur „Klondyke Atlantshafsins“. Nú er síldarævintýrinu lokið en Siglufjörður er líflegur bær sem tekur vel á móti ferðamönnum. Þar er sjálfsagt að skoða Síldarminjasafnið og áhugafólk um þjóðlagatónist ætti að heimsækja Þjóðlagasetrið.

 
Dæmigert sjávarþorp, Vesturfarasetur, Hólar í Hjaltadal

Frá Siglufirði er hægt að aka um Héðinsfjarðargöng til sjávarþorpsins Ólafsfjarðar sem er dæmigerður íslenskur bær þar sem sjávarútvegur er aðalatvinngrein. Frá Ólafsfirði er svo opinn akvegur á sumrin um Lágheiði til baka í Fljót. Frá Fljótum er einnig tilvalið að aka í dagsferðir um Skagafjörð. Af áhugaverðum áfangastöðum má nefna þorpið Hofsós (36 km), þar sem er Vesturfarasetrið, safn um sögu og örlög þeirra Íslendinga sem fluttust til Kanada og Bandaríkjanna á seinni hluta 19. aldar, og Hóla í Hjaltadal (62 km), biskups- og menntasetur í sjö aldir, frá 1106-1798.

Gestgjafar: Hjördís og Jóhannes

 

í nágrenni