SkúlagarðurSkúlagarður

Sveitahótel, herbergi með sérbaði og veitingastaður, skammt frá víðkunnum náttúruperlum í nyrsta hluta Vatnajökulsþjóðgarðs á Norðaustur-Íslandi. Gistihúsið er miðsvæðis í sveitinn Kelduhverfi, á sléttlendi stuttan spöl frá þjóðvegi, með útsýni til fjalla og til hafs yfir svarta sanda. Einstakar gönguleiðir og fjölbreytt tækifæri til útivistar og náttúruskoðunar. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:16.700 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband svæðisbundið
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Kreditkort

Í nágrenni

 • Jökulsárgljúfur, Ásbyrgi og Hljóðaklettar 12 km
 • Golf 11 km
 • Dettifoss  1 km
 • Hvalaskoðun Húsavík  50 km
 • Mývatn/Reykjahlíð 61 km

Gistiaðstaða

17x2 manna herbergi með sérbaði; þar af er eitt herbergi með aðgengi fyrir hreyfihamlaða og fjögur stærri herbergi má nýta sem fjölskylduherbergi.

 
Veitingar/máltíðir

Á hótelinu er veitingastaður/kaffihús þar sem lögð er áhersla á einfaldan heimilismat úr fersku hráefni úr héraði, lambakjöti frá bændum í sveitinni, bleikju og laxi frá fiskeldisstöð í nágrenninu og grænmeti úr heimabyggð. Máltíðir verður að panta fyrirfram 01. nóv. – 01. apríl.

 
Þjónusta/afþreying

Veiðileyfi í silungsá sem rennur skammt frá gistihúsinu. Merktar gönguleiðir. Fuglaskoðun. Næsta verslun við Ásbyrgi (11 km) og á Húsavík (50 km). Þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs og 9 holu golfvöllur hjá Ásbyrgi (11 km). Næsta sundlaug, Lundur (19 km). Hvalaskoðunarferðir, Hvalasafnið, sundlaug, golfvöllur og ýmis þjónustufyrirtæki á Húsavík (50 km).

 
Vatnajökulsþjóðgarður – Norðursvæði:
Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur, Dettifoss

Gestastofa og upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins á norðursvæði er í Ásbyrgi, 11 km frá Skúlagarði. Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur með Hafra-gilsfossi, Dettifossi og Selfossi eru eitthvert stórkostlegasta náttúrufyrirbæri á Íslandi. Um svæðið liggja fjölmargar merktar gönguleiðir, miserfiðar, allt frá 30 mín. skemmtigöngu upp í 2ja daga ferðir. Malarvegur, akfær öllum bílum, liggur frá Kelduhverfi upp með Jökulsárgljúfrum innan þjóðgarðsins vestan megin suður á þjóðveg 1. Einnig er hægt að aka upp með Jökulsá austan megin og skoða Dettifoss af austurbakka gljúfursins. Daglegar áætlunarferðir yfir sumarið frá Ásbyrgi í Vesturdal, einn þekktasta staðinn í gljúfrunum, og að Dettifossi vestan megin.

 
Hvalaskoðun, hestaleiga, Núpasveit

Á Húsavík (50 km) gefst tækifæri til að fara daglega í hvalaskoðunarferð um flóann Skjálfanda og svipast um eftir stórhvelum með ljósmyndavélina á lofti. Í bænum er einnig áhugavert safn um hvali og lifnaðarhætti þeirra. Rétt sunnan við Húsavík er hestaleiga í Saltvík. Frá Skúlagarði er einnig tilvalið að bregða sér í skoðunarferð sveitina austan megin Öxarfjarðar, til þorpsins Kópaskers. Þaðan má aka í norður út á skagann Melrakkasléttu þar sem landið býr yfir sérstæðri fegurð meðfram ströndinni í nyrstu byggðum á þessum slóðum.

 
Dvalarstaður með fjölbreytilegri náttúru allt í kring

Gistihúsið Skúlagarður var áður félagsheimili íbúa í sveitinni. Það stendur á sléttlendi, sem orðið hefur til við framburð Jökulsár á Fjöllum. Þar skiptast á grænar grundir, ár og jökulkvíslar, svartir sandar og vötn; hið stærsta þeirra varð til við jarðhræringar fyrir aðeins 30 árum. Ofan við sléttlendið tekur við land, mótað af eldsumbrotum, jarðhræringum og jökulhlaupum í tugþúsundir ára, óskaveröld náttúruskoðara, jarðvísindamanna og útivistarfólks.

Gestgjafi: Axel

 

In the area