Borg í Njarðvík



Borg í Njarðvík

Gisting í sérhúsi á bóndabænum Borg í Njarðvík, kyrrlátum og undurfögrum stað við sjó, í faðmi litríkra fjalla, skammt frá þjóðbraut milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri á Norðaustur-Íslandi. Séríbúð fyrir 4-6 á neðri hæð en herbergi með sameiginlegri snyrtingu og eldunaraðstöðu á efri hæð. Fjölbreyttir kostir fyrir útivistar- og göngufólk í nágrenni bæjarins. Aðeins 10 km til Borgarfjarðar eystri. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Íbúð
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Eldunaraðstaða

Í nágrenni

  • Strönd í göngufæri
  • Dyrfjöll og Stórurð falleg göngusvæði 
  • Bakkagerði á Borgarfirði eystra 10 km
  • Kaffihús/Veitingastaður, sánabað, heitir pottar og verslun á Bakkagerði
  • Lundar á Bakkagerði (tímabil 15.04-10.08) 
  • Egilsstaðir 61 km
  • Seyðisfjörður (ferjan Norræna) 101 km

Gistiaðstaða

Gisting er í sérhúsi á bænum. Á efri hæð hússins eru herbergi með sameiginlegu eldhúsi og tveimur snyrtingum; aðgangur að baði og sturtu á annarri þeirrra. 8 geta gist í uppbúnum rúmum en hægt að bæta við dýnum ef með þarf. Hentar t.d. fyrir tvær fjölskyldur. Á neðri hæð hússins er séríbúð fyrir 4-6 með tveimur svefnherbergjum (hjónaherbergi og kojuherbergi), eldhúsi, setustofu og baðherbergi.

Á báðum hæðum er sjónvarp og ókeypis aðgangur að þráðlausu netsambandi. Aðgangur að þvottavél.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður í boði ef þess er óskað. Matvöruverslun og veitingastaðir í þorpinu Bakkagerði í Borgarfirði eystra (10 km).

 
Þjónusta/afþreying

Á Borg er rekið sauðfjárbú og þar tekur hundur á móti gestum. Fólki gefst kostur á að kynnast lífi bænda í leik og starfi og dýrum á bænum. Gönguleiðir um stórbrotna náttúru á þessum slóðum, 27 þeirra stikaðar; stuttar og lengri leiðir. Góð aðstaða til lundaskoðunar í Bakkagerðisþorpi (15.04-10.08.). Matvöruverslun og veitingastaðir/kaffihús (opin yfir sumarmánuðina), heitur pottur og sauna í Bakkagerðisþorpi (10 km). Næsta sundlaug, stærri verslanir og innanlandsflugvöllur á Egilsstöðum (61 km). Til ferjuhafnarinnar á Seyðisfirði (Norræna) eru 101 km.

 
Njarðvík – „sem tekur flestu fram um náttúrufegurð“

Njarðvík er sumarfríður staður, grösugur, lítill dalur upp af samnefndri vík þar sem aldan skvompar við sandfjöru og stundum má sjá seli slaka á í sólinni. Dalurinn er girtur af á þrjá vegu af óvenju litríkum fjöllum, skornum af giljum og skörðum, og um hann liggur þjóðbrautin milli Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri. Hér er indælt að dveljast og soga í sig orku í hrífandi landslagi við reglubundinn nið frá öldum úthafsins.

 
Ævintýri á gönguskóm – Innra-Hvanngil, Stórurð

Skammt frá Borg er Innra-Hvanngil, staður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara; hægt að aka dálítinn spöl upp með gilinu og eftir það er þægileg ganga inn í gilið sjálft, töfraheim úr líparíti og basalti. Upp frá Njarðvík liggja svo margar gönguleiðir, sumar þeirra stikaðar, t.d. gamla leiðin til Héraðs um Gönguskarð. Tindar upp frá dalnum og skörð á milli þeirra freista svo göngufólks; þar er úr mörgu að velja en má t.d. nefna gönguleið (dagsferð) upp úr dalnum innst yfir í náttúrufyrirbærið Stórurð vestan undir Dyrfjöllum.

 
Útivistarparadís: Borgarfjörður eystri, Víknaslóðir

Borgarfjörður eystri er kjörlendi útvistar- og göngufólks. Óvíða á Íslandi er jafnfagurt um að litast þegar horft er til fjalla og á þessum stað. Suður af Borgarfirði er svo landsvæði sem nefnt er Víknaslóðir, svæði þar sem allt fram undir miðja 20. öld var allnokkur byggð upp frá víkum og vogum en er nú eitthvert vinsælasta göngu- og útvistarsvæði á austanverðu Íslandi. Um svæðið liggja hrjúfar jeppaslóðir og stikaðar gönguleiðir og sums staðar eru skálar ferðafélaga. Göngukort af þessu svæði og með gönguleiðum upp frá Borgarfirði eystra og Njarðvík fæst í versluninni í Bakkagerðisþorpi.

Gestgjafar: Jakob og Margrét.

 

í nágrenni