Minna Knarrarnes á VatnsleysuströndMinna Knarrarnes á Vatnsleysuströnd

Vönduð og vel búin íbúð á neðstu hæð í fallegu íbúðarhúsi skammt frá þorpinu Vogum á norðurströnd Reykjanesskaga á Suðvestur-Íslandi, miðja vegu á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Tilvalin fyrir fjölskyldu, hjónaherbergi og svefnpláss fyrir eitt barn í stofu. Stuttur spölur niður á strönd þar sem er falleg fjara. Sérstök náttúrufegurð Reykjanesskaga. Bláa lónið. Lágmarksdvöl á sumrin: 2 nætur. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Íbúð
 • Frítt netsamband
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp
 • Þvottaaðstaða
 • Merktar gönguleiðir
 • Útsýni til sjávar

Í nágrenni

 • Golf 2 km
 • Veitingastaður 4 km
 • Næsta þorp Vogar 4 km
 • Sundlaug og verslanir 4 km
 • Bláa lónið 15 km
 • Víkingabærinn Hafnarfjörður 15 km
 • Hvalaskoðun 15 km
 • Keflavíkurflugvöllur 15 km
 • Reykjavík 30 km

Gistiaðstaða

Vönduð og vel búin íbúð á neðstu hæð í fallegu íbúðarhúsi við ströndina þar sem úthafsaldan gjálpar í fjörunni. Hjónaherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsnæðið hentar vel fyrir fjölskyldu eða par en hægt að hafa svefnpláss fyrir eitt barn í stofu. Sérinngangur. Sjónvarp, DVD-spilari og heitur pottur (nuddpottur). Húsið var upphaflega byggt árið 1929 en 1999 var það stækkað og tekið í gegn. Húsið og næsta umhverfi þess hafa regulega verið nýtt til kvikmyndatöku og árin 2008 og 2011 fékk Minna-Knarrarnes viðurkenningu sveitarfélagsins fyrir snyrtilegt umhverfi. Frítt þráðlaust netsamband er í íbúðinni.

 
Máltíðir/veitingar

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Næstu matvöruverslanir og veitingastaðir eru í Vogum (4 km), Reykjanesbæ/Keflavík (15 km) og Hafnarfirði (15 km).

 
Þjónusta/afþreying

Við ströndina framundan húsinu, sem er í einkaeign, er hægt að njóta sveitakyrrðar í næði og þar og í fjörunni og í hrauninu ofan við byggðina eru skemmtilegar gönguleiðir. Fuglaskoðun. Góð aðstaða til að sjá norðurljósin á heiðskírum vetrarkvöldum. Hægt að kafa við ströndina (gestir verða að koma með eigin búnað) og fá bát til afnota. Hvalaskoðun (15 km). Víkingaheimar [Viking World] og Sjóminjasafnið í Duushúsi í Keflavík/Reykjanesbæ (15 km) [Reykjanes Maritime Center]. Kvikan Auðlinda- og menningarhús [Magma, House of Culture and Natural Resources] í Grindavík (22 km); þar er Saltfisksetrið [The Saltfish Museum] og Jarðorka [Earth Energy], sýning um jarðorku og eldgos á Íslandi. Víkingakráin í Hafnarfirði (15 km).

Næsta sundlaug í Vogum (4 km) en góðar sundlaugar eru víða í þéttbýli á þessum slóðum, t.d. í Keflavík/Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Í Bláa lónið eru 15 km frá Minna-Knarrarnesi. Golf: Kálfatjörn í Vogum, 9 holur (2 km). 18 holu golfvellir í Reykjanesbæ/Keflavík (Hólmsvöllur í Leiru 24 km) og í Hafnarfirði (Hvaleyrarvöllur 23 km). Næstu þéttbýli með verslunum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Vogar (4 km), Keflavík/Reykjanesbær (15 km) og Hafnarfjörður (15 km). Upplýsingamiðstöð Reykjaness [Reykjanes Information Center] er í Reykjanesbæ/Keflavík; netfang: visitreykjanes.is. – Til Reykjavíkur, í miðbæ, eru 35 km. Til og frá Keflavíkurflugvelli eru 15 km.

 
Hraun, kulnaðar eldstöðvar, einstök veröld

Reykjanesskagi er áhugavert svæði fyrir ferðamenn og göngufólk sem leikur forvitni á að sjá fjölbreytt og litríkt landslag, mótað af eldsumbrotum, jarðhita og ágangi úthafsins. Hraunbreiðurnar búa yfir sínum töfrum og við gamlar eldstöðvar og gígaraðir opnast litríkur og formfagur heimur sem er sérstök upplifun að skoða. Stórt svæði á skaganum er fólkvangur. Á upplýsingamiðstöðinni í Reykjanesbæ/Keflavík má fá leiðsögn og kort, m.a. yfir gönguleiðir. Ýmis ferðaþjónustufyrirtæki bjóða skipulagðar skoðunarferðir um svæðið, Reykjanes og Reykjanesskaga, gönguferðir, ökuferðir og siglingar.

 
Grindavík, Krýsuvík, Gunnuhver, „Brúin á milli heimsálfa“

Frá Minna-Knarrarnesi er tilvalið að bregða sér í dagsferðir á bíl um Reykjanesskaga. Grindavík er líflegur sjávarútvegsbær á suðurströndinni (22 km). Þaðan má aka í austur meðfram ströndinni og síðan inn til landsins til jarðhitasvæðisins í Krýsuvík (Seltún 25 km) sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Frá Krýsuvík má svo aka áfram og yfir á norðuströndina aftur til Minna-Knarrarness. Á fremsta hluta skagans, Reykjanesi, má nefna staði eins og jarðhitasvæðið við Reykjanesvita (Gunnuhver), „Brúna á milli heimsálfa“ upp af Sandvík og Hafnarberg, fuglabjarg sem iðar af lífi á sumrin.

Gestgjafar: Birgir og Anna Rut

 

In the area