Heiðarás við ÞingvallavatnHeiðarás við Þingvallavatn

Fjórir þægilegir bústaðir við Þingvallavatn á suðvestanverðu Íslandi, rétt hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Héðan er stófenglegt útsýni yfir vatnið, fjallahringinn og yfir Þingvelli, hrífandi stað hvort sem er að sumri eða vetri. Þetta er eina gistingin sem er í boði svo nálægt Þingvöllum og einn besti staðurinn í grennd við höfuðborgina, Reykjavík, til þess að njóta töfra norðurljósanna á heiðskíru vetrarkvöldi. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:140 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Bústaður
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Þingvellir 
 • Grunnköfun og hellaferðir á Þingvöllum
 • Skálafell skíðasvæði 17 km
 • Nesjavellir virkjun 17 km
 • Hengill 18 km
 • Jarðhitasundlaug og veitingastaðir í Mosfellsbæ 30 km
 • Laugarvatn Fontana Spa heilsulind 34 km
 • Kerið 44 km
 • Geysir 65 km
 • Gullfoss 72 km

Gistiaðstaða

Gisting í þremur bústöðum sem hver er með tveimur svefnherbergjum með uppbúnum rúmum fyrir fjóra. Í tveimur bústöðum er aukarúm fyrir barn. Í fjórða bústaðnum er eitt svefnherbergi fyrir tvo. Í öllum bústöðunum (36 m2) er eldhúskrókur. Ókeypis þráðlaust netsamband.

 
Máltíðir

Gestir sjá sjálfum sér fyrir öllum mat og annast matreiðslu. Í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum (6 km) er söluskáli, opinn alla daga ársins, þar sem hægt er að kaupa hressingu.

 
Þjónusta/afþreying

Við bústaðin er leiksvæði fyrir börn. Í boði eru ökuferðir á sérbúnum jeppum inn á hálendið norður af Þingvöllum, t.d.kringum elddyngjuna Skjaldbreið og upp að Langjökli; gestgjafar veita nánari upplýsingar.

Í gestastofu þjóðgarðsins, rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá, er margmiðlunarsýning um sögu og náttúru Þingvalla (opin daglega allt árið 09:00-17:00). Þar einnig minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð. Stikaðar og merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn (gönguleiðakort fást í gestastofu).

Á sumrin fást veiðileyfi í Þingvallavatni í þjónustumiðstöð. Köfun er heimil í gjánum Silfru og Davíðsgjá (sjá vefsíðu þjóðgarðsins). Næstu þéttbýli með verslun, veitingastöðum og sundlaugum eru Mosfellsbær (30 km) og Reykjavík (35 km).

 
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þingvellir, friðlýstur helgistaður Íslendinga, eru á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér var Alþingi stofnað um árið 930 og kom saman allt fram til ársins 1798. Allir helstu viðburðir í sögu þjóðarinnar hafa gerst hér, t.d. kristnitakan árið 1000 og stofnun íslenska lýðveldisins 17. júní 1944. Þingvellir eru einnig undurfallegur staður sem á sér engan líka, töfrandi heimur fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk, hvort sem er á björtum sumarnóttum, í litadýrð haustsins eða undir stjörnubjörtum himni á vetrum.

 
Náttúruundur á heimsvísu

Ísland er á flekaskilum þar sem gliðna í sundur Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn um 2 cm á ári. Á Þingvallasvæðinu má sjá hluta þessara flekaskila Atlantshafshryggjarins á þurru landi og afleiðingar gliðnunar jarpskorpunnar í gjám og sprungum í þjóðgarðinum.

 
Dagsferðir um næstu sveitir

Frá Heiðarás er tilvalið að skreppa í dagsferðir til ýmissa áhuga-verðra staða. Jarðhitasvæðið við Geysi (65 km) og Gullfoss (72 km) eru kunnustu náttúruperlur á Íslandi. Á leiðinni þangað má koma við í Fontana Spa á Laugarvatni (34 km) og endurnæra líkama og sál í heitum böðum og gufubaði. Sé ekið í suður meðfram vesturströnd Þingvallavatns eru um 17 km að fjallinu Hengli og jarðvarmavirkjuninni á Nesjavöllum.

Á þessum slóðum eru einnig spennandi gönguleiðir. Frá Heiðarás má einnig bregða sér í dagsferðir til Hvalfjarðar eða Borgarfjarðar.

  

Gestgjafar: Borghildur (Bogga) og Kolbeinn 

 

í nágrenni