Fljótsdalsgrund í FljótsdalFljótsdalsgrund í Fljótsdal

Gistiheimili á fögrum og friðsælum stað í Fljótsdal, innarlega á Fljótsdalshéraði á norð-austur-Íslandi. Gisting í stúdíóíbúðum og svefnpokapláss. Gönguleiðir og áhugaverðir staðir í næsta nágrenni. 10 mín. akstur í Hallormsstaðaskóg, heillandi útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. Góð staðsetning fyrir skoðunarferðir um Austurland. Oft hægt að sjá norðurljósin á heiðskírum vetrarkvöldum.  Opið 15. janúar - 15. desember.

Frá:17.400kr
hver nótt
Veldu dagsetningar
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp
 • Kreditkort
 • Leiksvæði fyrir börn
 • Opnir miðar

Í nágrenni

 • Hallormsstaðaskógur
 • Hestaleiga 6 km
 • Lagarfljót
 • Valþjófsstaðarkirkja 1 km
 • Hengifoss (3,5 km) og Strútsfoss (13 km)
 • Skriðuklaustur 1 km  (miðstöð menningar og sögu)
 • Snæfellsstofa 2,6 km, upplýsingamiðstöð Austurlands og Vatnajökulsþjóðgarðs
 • Hallormsstaður 15 km (hjólaleiga, hestaleiga og veitingastaður)
 • Fljótsdalsstöð orkuver
 • Egilsstaðir 40 km
 • Kárahnjúkar 65 km

Gistiaðstaða

10x2 manna stúdíóíbúðir með sérbaðherbergi, eldunaraðstöðu og sjónvarpi. Svefnsófar í þremur íbúðum sem henta fyrir fjölskyldur. Rúmgott sameiginlegt rými með arni í setustofu. Stór verönd með grillaðstöðu. Aðgegni fyrir hreyfihamlaða. Ókeypis þráðlaust netsamband. Einfaldari gisting í sérhúsi (svefnpokapláss). Fullbúið tjaldsvæði með búnaði fyrir húsbíla.

 
Veitingar/máltíðir

Kvöldverður í boði frá 15. júní til 20. ágúst ef pantað er fyrirfram. Í boði er réttur dagsins sem ræðst af því hvaða hráefni eru til hverju sinni. Heimatilbúin bláberjasulta, hjónabandssæla og eplakaka eiga sinn stað á borðum á Fljótsdalsgrund. Allur matur er eldaður frá grunni. Vínveitingar. Lítil matvöruverslun á Hallormsstað: brauð, mjólkurvörur og kjöt á grillið (15 km). Hádegishlaðborð á sumrin í Klausturkaffi á Skriðuklaustri (2 km).

 
Þjónusta/afþreying

Leiksvæði fyrir börn. Seld veiðileyfi. Gönguleiðir. Upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun í félagsheimilinu Végarði, stuttan spöl frá gistiheimilinu. Menningarsetrið og sögustaðurinn Skriðuklaustur og Snæfellsstofa, upplýsingamiðstöð um eystri hluta Vatnajökulsþjóðgarðs (2 km). Hengifoss, næsthæsti foss á Íslandi (6 km). Hallormsstaður og Hallormsstaðaskógur/Atlavík með hestaleigu, reiðhjóla- og bátaleigu (15 km). 9 holu golfvöllur, par 35, er á Ekkjufelli, skammt frá þéttbýlinu á Egilsstöðum (45 km). Næsta þétt-býli með verslunum, veitingastöðum, góðri og vel búinni sundlaug, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og ýmissi annarri þjónustu: Egilsstaðir (40 km). Reglulegar áætlunarferðir í innanlandsflugi (flugtími 1 klst.) milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 68 km.

 
Fljótsdalur, vinsælt útivistar- og göngusvæði

Fljótsdalur liggur á milli aflíðandi hlíða með hamrastöllum og eftir honum rennur Jökulsá á Fljótsdal/Lagarfljót. Sunnan dalsins eru víð-áttumikil heiðalönd þar sem kyrrð öræfanna fangar hugann en dalurinn sjálfur iðar af lífi, einkanlega að sumarlagi, þar sem hér er eitt vinsælasta útivistar- og göngusvæði ferðamanna á Austurlandi. Að Hengifossi, næsthæsta fossi á Íslandi, eru um 6 km frá gistiheimilinu og sjálfsagt að ganga upp að fossinum til að njóta þessarar náttúrusmíðar betur. Áhugafólki um stórbrotna náttúru má einnig benda á Strútsfoss í Suðurdal (75 m hár) en frá bænum Sturluflöt (14 km) er þægileg 20 mín. gönguleið upp með ægifögru gilinu að fossinum.

 
Hallormsstaðaskógur

Hallormsstaðaskógur (15 km) hefur verið friðaður síðan árið 1905 og er nú talinn stærstur skóga á Íslandi, um 740 ha. Í skóginum eru um 40 km af gönguslóðum og mikið af merktum gönguleiðum. Á Hallormsstað er fjölskylduvænt trjásafn með yfir 70 trjátegundum. Í skóginum, niður við Lagarfljót, er hin víðkunna Atlavík þar sem er vinsælt tjaldsvæði og rekin er báta¬leiga á sumrin. Í skóginum er auk þess að finna leiktæki fyrir börn og góð grillsvæði. Einnig má mæla með gönguferð um Ranaskóg, innan við svonefnt Gilsárgil (10 km), en hann er talinn einn fegursti og vöxtuglegasti skógur landsins.

 
Kárahnjúkavirkjun

Upplýsingmiðstöð Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun er í félagsheimilinu Végarði á sömu landspildu og gistiheimilið. Þar má fræðast í máli og myndum um Kárahnjúkavirkjun, skoða landslags- og framkvæmdalíkan og hægt er að glöggva sig á náttúrufari og ferða- og útivistarmöguleikum.Við Bessastaði, 4 km utar í dalnum, er vegur að Kárahnjúkum og er um klukkustundar akstur frá Fjótsdalsgrund að útsýnispallinum í grennd við Desjarárstíflu. Þaðan má sjá mikilfenglegustu og umdeildustu virkjunarmannvirki á Íslandi.

Gestgjafar: Helga og Jósef. 

 

In the area