RVK HorizonRVK Horizon

Bjart og rúmgott einbýlishús fyrir allt að 6 manns hvort í kyrrlátu umhverfi í sveitasælu við sjóinn í landi Hiðsness vestast á suðurströnd Álftaness. Hafið er á aðra hönd en Skógtjörn á hina. Frábært útsýni til allra átta. Tilvalið fyrir þá sem vilja heimsækja höfuðborgarsvæðið en eiga þess samt kost að njóta kyrrðar eins og í dreifbýli. Lágmarksdvöl 2 nætur. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:0 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Sjónvarp
 • Eldunaraðstaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Golf
 • Bessastaðir
 • Reykjavík 12 km
 • Fjölskrúðugt fuglalíf
 • Hafnarfjörður 6 km
 • Veitingastaðir Hafnarfjörður 8 km 
 • Hestaleiga 8 km 
 • Sundlaug Álftanesi 

Gistiaðstaða

Húsið tekur sex manns í svefnpláss í einu hjónaherbergi og tveimur minni herbergjum með tveimur rúmum hvort. Stór sólpallur með grilli og heitum potti. Fullbúið eldhús og þvottahús með öllum nauðsynlegum tækjum og áhöldum. Harðviðargólf, hituð gólf í baðherbergi, eldhúsi, anddyri og þvottahúsi. Sjónvarp, DVD spilari, þráðlaust netsamband, útvarp og geislaspilari.

Lágmarksdvöl 2 nætur

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Næstu veitingastaðir eru í Hafnarfirði (8 km).

 
Þjónusta/afþreying

Leikvöllur fyrir börn, fallegar gönguleiðir og hægt að njóta norðurljósa og stjörnuhimins að vetrarlagi. Bækur um fugla og stjörnuhimininn eru á staðnum. Hestar eru á beit í nágrenninu og nýborin folöld á sumrin. Hliðsnes er sannkölluð paradís fuglaáhugamannsins þar sem yfir 40 tegundir fugla eru á sveimi og um 25 tegundir verpa. Aðeins 10 mín akstur í næstu verslun og 20 mín. akstur í miðbæ Reykjavíkur. Góðir 18 holu golfvellir í nágrenninu (Hafnarfjörður, Garðabær, Reykjavík). Fín sundlaug með stórri vatnsrennibraut, heitum pottum, sauna og eimbaði (Álftaneslaug) er í nágrenninu, 5 mín. akstur eða hálfrar-stundar gönguferð.

 
Friðsæld á höfuðborgarsvæðinu, skoðunarferðir um suðvesturland

Hliðsnes er áskjósanlegur staður fyrir þá sem ætla sér að verja nokkrum dögum til að njóta þess, sem í boði er á höfuðborgarsvæðnu, en kjósa jafnframt að vera eilítið utan við mesta skarkalann í borginni. Héðan er einnig tilvalið að bregða sér í skoðunarferðir um suð-vesturland og dagsferðir um Reykjanesskaga, t.d. í Bláa lónið, til Grindavíkur og þaðan um Suðurstrandarveg til Krýsuvíkur. Til Þingvalla er innan við klukkustundar akstur og ökuferð til Gullfoss og Geysis tekur um eina og hálfa klukkustund.


Gestgjafi: Vignir

 

í nágrenni