HliðsnesHliðsnes

Tvö vel búin samliggjandi einbýlishús fyrir allt að 6 manns hvort í kyrrlátu umhverfi í sveitasælu við sjóinn í landi Hiðsness vestast á suðurströnd Álftaness. Hafið er á aðra hönd en Skógtjörn á hina. Frábært útsýni til allra átta. Tilvalið fyrir þá sem vilja heimsækja höfuðborgarsvæðið en eiga þess samt kost að njóta kyrrðar eins og í dreifbýli. Hægt að leigja bæði húsin saman. Opið allt árið.

Frá:32.000kr
hver nótt
Veldu dagsetningar
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Íbúð
 • Frítt netsamband
 • Heitur pottur
 • Sjónvarp
 • Merktar gönguleiðir
 • Útsýni til sjávar

Í nágrenni

 • Golf
 • Bessastaðir
 • Reykjavík 12 km
 • Fjölskrúðugt fuglalíf
 • Hafnarfjörður 6 km
 • Veitingastaðir Hafnarfjörður 8 km 
 • Hestaleiga 8 km 
 • Sundlaug Álftanesi 

Gistiaðstaða

Hús 1 í flokki D: Húsið tekur sex manns í svefnpláss í einu hjónaherbergi og tveimur minni herbergjum með tveimur rúmum hvort. Stór sólpallur með grilli og heitum potti. Fullbúið eldhús og þvottahús með öllum nauðsynlegum tækjum og áhöldum. Harðviðargólf, hituð gólf í baðherbergi, eldhúsi, anddyri og þvottahúsi. Sjónvarp, DVD spilari, þráðlaust netsamband, útvarp og geislaspilari.

Hús 2 í flokki C: Húsið tekur sex manns í svefnpláss í einu hjónaherbergi og tveimur minni herbergjum með tveimur rúmum hvort. Sólpallur með grilli. Fullbúið eldhús og þvottahús með öllum nauðsynlegum tækjum og áhöldum. Sjónvarp, DVD spilari, þráðlaust netsamband, útvarp og geisla¬spilari.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Næstu veitingastaðir eru í Hafnarfirði (8 km).

 
Þjónusta/afþreying

Leikvöllur fyrir börn, fallegar gönguleiðir og hægt að njóta norðurljósa og stjörnuhimins að vetrarlagi. Bækur um fugla og stjörnuhimininn eru á staðnum. Hestar eru á beit í nágrenninu og nýborin folöld á sumrin. Hliðsnes er sannkölluð paradís fuglaáhugamannsins þar sem yfir 40 tegundir fugla eru á sveimi og um 25 tegundir verpa. Aðeins 10 mín akstur í næstu verslun og 20 mín. akstur í miðbæ Reykjavíkur. Góðir 18 holu golfvellir í nágrenninu (Hafnarfjörður, Garðabær, Reykjavík). Fín sundlaug með stórri vatnsrennibraut, heitum pottum, sauna og eimbaði (Álftaneslaug) er í nágrenninu, 5 mín. akstur eða hálfrar-stundar gönguferð.

 
Friðsæld á höfuðborgarsvæðinu, skoðunarferðir um suðvesturland

Hliðsnes er áskjósanlegur staður fyrir þá sem ætla sér að verja nokkrum dögum til að njóta þess, sem í boði er á höfuðborgarsvæðnu, en kjósa jafnframt að vera eilítið utan við mesta skarkalann í borginni. Héðan er einnig tilvalið að bregða sér í skoðunarferðir um suð-vesturland og dagsferðir um Reykjanesskaga, t.d. í Bláa lónið, til Grindavíkur og þaðan um Suðurstrandarveg til Krýsuvíkur. Til Þingvalla er innan við klukkustundar akstur og ökuferð til Gullfoss og Geysis tekur um eina og hálfa klukkustund.

Gestgjafi: Þór Saari

 

In the area