Vorsabær 2 á SkeiðumVorsabær 2 á Skeiðum

Hlýlegt sumarhús við hlaðið á bænum, í hjarta Suðurlands, með tveimur svefnherbergjum og rúmgóðu svefnlofti. Góð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland og vilja njóta þess sem þar er í boði. Margir af frægustu stöðum í íslenskri náttúru eru innan seilingar og fjölbreyttir möguleikar til afþrey¬ingar og útivistar. Á bænum er rekinn búskapur og gestum velkomið að kynnast sveitalífinu af eigin raun. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:16.000 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Sjónvarp
 • Norðurljós

Í nágrenni

 • Vörðufell 
 • Brautarholt jarðhitasundlaug 2 km
 • Þjórsárstofa í Árnesi 14 km
 • Flúðir 17 km
 • Urriðafoss 19 km
 • Sólheimar sjálfbært samfélag 26 km
 • Faxi foss 34 km
 • Brúarhlöð gljúfur 39 km
 • Þjórsárdalur 40 km
 • Geysir 45 km

Sumarhús við bæinn, staðsett í hjarta Suðurlands með tveimur svefnherbergjum (eitt hjónaherbergi og kojuherbergi f. 3), einnig rúmgott svefnloft fyrir allt að 5 manns. Vel útbúið eldhús ásamt setustofu með sjónvarpi og útvarpi. Skjólgóð verönd með útigrilli.

Tilvalin staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland. Skammt norður af bænum er Vörðufell, en á fjallinu er að finna skemmtilegar gönguleiðir. Gestir geta fengið að skoða dýrin eða komast á hestbak í samráði við gestgjafa.

Dveljið á alvöru íslenskum sveitabæ og upplifið það sem við köllum “Sveitalíf”
Gestir taka þátt í lífinu á bænum með því að fylgjast með eða taka beinan þátt í daglegum störfum á bænum, sem geta verið nokkuð breytileg eftir árstíðum. Á Vorsabæ II er einkum stunduð hrossarækt, en jafnframt er búið með sauðfé, geitur, nautgripi og landnámshænsni.

Boðið er upp á stutta reiðtúra, þar sem við byrjum ávallt á að fara á bak inni í reiðhöll til að velja hest við hæfi hvers og eins. Einnig getum við teymt hesta undir börnum. Fyrir meira vana reiðmenn getum við boðið upp á dagsferðir eftir samkomulagi.

Upplagt að taka sumarhúsið á leigu yfir nótt eða í nokkrar nætur og njóta dvalarinnar í nánu sambandi við sveitalífið. Stutt er í margskonar þjónustu og afþreyingu í nágrenninu s.s. verslanir, sundlaug o.fl.

Vorsabær er við veg nr. 324.

Búskapur: Hestar, kindur, geitur, nautgripir, hænur, hundar og kettir.

Næsta þéttbýli: Flúðir 17 km (verslun, golf), Selfoss 30 km (öll almenn þjónusta) Brautarholt 2 km (sundlaug).

Gestgjafar: Stefanía og Björn. 

 

í nágrenni