Fagrahlíð í FljótshlíðFagrahlíð í Fljótshlíð

Gisting í 3 íbúðum á bænum Fögruhlíð í Fljótshlíð. Bærinn stendur í hlíðarrótum og þaðan er mikið og fagurt útsýni. Eyjafjallajökull blasir við augum og úti fyrir ströndinni rísa Vestmannaeyjar úr sæ. Sjálf er Fljótshlíð fallegur og friðsæll staður þar sem lækir fossa í giljum og gott er að slaka á í sólríkum lautum. Stutt að fara á kunna ferðamannastaði á þessum slóðum. Opið frá 1. maí til 31. október.

Veldu dagsetningar
Frá:19.900 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Íbúð
 • Frítt netsamband
 • Heitur pottur
 • Þvottaaðstaða
 • Kreditkort
 • Merktar gönguleiðir
 • Útsýni til jökuls

In the area

 • Jarðhitasundlaug og veitingastaðir á Hvolsvelli 5 km
 • Sögusetur á Hvolsvöllur 5 km
 • Seljalandsfoss 30 km
 • Eyjafjallajökull 
 • Hekla 
 • Katla í Mýrdalsjökli 
 • Þórsmörk
 • Landeyjahöfn ferjan til Vestmannaeyja 38 km
 • Geysir 97 km
 • Gullfoss 100 km
 • Landmannalaugar 114 km

Gistiaðstaðan:

Í þessu fallega húsi sem var byggt árið 1934 og síðar endurbætt eru 3 misstórar íbúðir. Heitur pottur er fyrir framan húsið sem gestirnir hafa aðgang að.
 
Á efri hæð hússins er rúmgóð og björt íbúð með 3 svefnherbergjum (2x2ja manna og 1x3ja manna herbergi). Opið er á milli eldhús og stofu. Pallur með fallegu útsýni inn Fljótshlíðina. Á neðri hæðinni er ein stúdíó-íbúð með hjónarúmi og koju. Einnig íbúð með tveimur svefnherbergjum, þ.e. hjónaherbergi og einu kojuherbergi (2 kojur fyrir 4 gesti). Ath. að lofthæðin í síðarnefndu íbúðinni er 2,05 metrar.

Veitingar og máltíðir:

Fullbúin eldunaraðstaða er í öllum húsunum. Næsta matvöruverslun er á Hvolsvelli, 5 km frá Fögruhlíð. Einnig eru veitingastaðir í nágrenninu á Hellishólum og Hótel Fljótshlíð á Smáratúni.

Þjónusta/afþreying

Heitur pottur er við húsið og verönd þar sem gestir geta grillað. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu, t.d. á Þríhyrning sem er skammt fyrir ofan bæinn. Aðstaða er til að geyma hjól og þurrkherbergi. Hestaleiga er í 6 km fjarlægð og þá er sundlaug, verslanir og veitingastaðir á Hvolsvelli (5 km)

„Fögur er hlíðin“
Fljótshlíð er rómaður staður á Íslandi fyrir náttúrufegurð og stórfenglegt útsýni til Eyjafjallajökuls og niður til sjávar. Í næsta nágrenni og á heiða¬löndum ofan við hlíðina má finna ótal gönguleiðir fyrir alla aldurs¬hópa. Einnig er tilvalið að bregða sér í stutta ökuferð inn með hlíðinni, gefa sér tóm til að rölta upp með fossandi lækjum og njóta kyrrðarinnar í einstakri umgjörð náttúru sem hefur orðið mörgu skáldinu að yrkisefni.

Horft inn í heim miðalda
Fljótshlíð og næsta nágrenni eru sögusvið kunnustu Íslendinga sögunnar, Njáls sögu. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli (5 km) má fræðast um þessa víðfrægu miðaldasögu á sérstakri Njálusýning með hljóðleiðsögn á ýmsum tungu¬málum. Í Sögusetrinu má fá kort og nánari upplýsingar um helstu sögustaði og hægt er að panta leiðsögn um Njálu¬slóðir með því að hafa samband við Sögusetrið.

Fossar, jöklar og eldfjallaeyjar
Útivistarfólk og náttúruunnendur hafa um margt að velja í dagsferðum frá Fögruhlíð. Seljalandsfoss (30 km) er sjálfsagður áningarstaður allra sem ferðast um þennan hluta Suðurlands. Þaðan eru svo um 30 km eftir fallegri leið meðfram suðurhlíðum Eyjafjallajökuls að einum kunnasta fossi á Íslandi, Skóga¬fossi, og áhugaverðu byggðasafni á Skógum. Þórsmörk er einhver vin¬sælasti áfangastaður útivistarfólks á Íslandi, einstök gróðurvin í skjóli jökla með frábærum gönguleiðum (áætlunarferðir frá Hvolsvelli).
Einnig má mæla með dagsferð til Vestmannaeyja með ferjunni frá Landeyjahöfn (38 km)


Gestgjafi: Bergþóra. 

 

In the area