Skjöldólfsstaðir í Jökuldal - Á hreindýraslóðumSkjöldólfsstaðir í Jökuldal - Á hreindýraslóðum

Gisting með morgunverði í gistihúsi, sem áður var grunnskólahús, á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal á Austurlandi. Skjöldólfsstaðir standa við þjóðveg 1, um 1,5 km frá vegamótum í Jökuldal þar sem þjóðvegur 1 sveigir upp á heiðar og öræfi norðan dalsins í átt til Norðausturlands. Hér er verið á hreindýraslóðum, stutt að fara upp í heiðanna ró eða á vinsæla ferðamannastaði á Austurlandi.

Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:15.000 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Hleðslustöð

Í nágrenni

 • Klaustursel farm, 17 km
 • Egilsstaðir 50 km
 • Möðrudalur 56 km (Sem liggur hæst bæja á Íslandi)
 • Bustarfell minjasafn 62 km
 • Vopnafjörður 82 km
 • Selárdalur sundlaug 86 km
 • Kárahnjúkavirkjun
 • Dettifoss 107 km
 • Jarðböð við Mývatn 111 km

Gistiaðstaða

Tíu björt og rúmgóð herbergi með sérbaði eru staðsett á bakvið aðalbygginguna (aukarúm í tveimur herbergjum).  Í aðalbyggingunni eru 12 herbergi sem deila baðherbergi (2 x eins manns, 9 x tveggja manna og eitt fjögurra manna herbergi).  Barnarúm er í boði.  Tjaldsvæði er á staðnum.  

 
Máltíðir, veitingar

Morgunverður innifalinn í gistiverði. Aðrar máltíðir í boði ef pantað er. Veitingasala með vínveitingaleyfi. Á matseðli eru m.a. réttir úr hráefni frá héraðinu, silungur, lamb og hreindýr. Veitingaþjónustan er opin frá 10-20 yfir sumartímann. Gestir hafa einnig aðgang að eldhúsi.

 
Þjónusta, afþreying

Hjá gistihúsinu er lítil sundlaug með sturtuaðstöðu og heitum potti sem gestir hafa ókeypis aðgang að. Setustofa og barnahorn með sjónvarpi, dvd-spilara, leikföngum, dýnum og púðum. Á staðnum fást einnig minjagripir úr Héraði. Í Klausturseli (17 km) á Efradal er dýragarður þar sem börnin hitta hreindýr, refi, kanínur, hunda, hænsn, dúfur, endur, gæsir og fleiri mállausa vini. Í galleríi í Klausturseli fæst ýmis varningur úr hreindýraskinni og annað handverk frá íbúum á svæðinu. Næsta verslun er á Egilsstöðum (50 km).

 
Heiðarvötn og dalabyggðir

Jökuldalur er 80 km langur og fremur þröngur. Eftir honum rann lengsta vatnsfall á Austurlandi, kolmórauð Jökulsá á Brú (Jökulsá á Dal) áður en hún var stífluð við Kárahnjúka (2006). Báðum megin dalsins eru lágar heiðar og áhugavert að ganga t.d. um Jökuldalsheiði, njóta fegurðar við fjallvötnin og finna seiðmagn gömlu heiðabyggðanna. Til að finna andrúmsloftið í íslensku strjálbýli, fjarri ys samtímans, er vel þess virði bregða sér fram Jökuldal, að Brú, og þaðan fram í Hrafnkelsdal.

 
Ferðamannaslóðir á Fljótsdalshéraði

Jökuldalur er nyrstur dala sem ganga fram af Fljótsdalshéraði á Austurlandi. Fljótsdalshérað er með fegurstu svæðum á landinu, landslagið fjölbreytt og mannlíf blómlegt. Af áhugaverðum stöðum má t.d. nefna Hallormsstaðaskóg, Hengifoss og menningarsetrið og sögustaðinn Skriðuklaustur í Fljótsdal. Upp úr Fljótsdal liggur vegur að stíflunni við Kárahnjúka. Til Borgarfjarðar eystri, sem er rómaður fyrir náttúrufegurð og tignarlega fjallaumgjörð, eru um 120 km frá Skjöldólfsstöðum.

 
Gamall og nýr tími í Vopnafirði

Skammt frá Skjöldólfsstöðum liggur þjóðvegur 1 upp á heiðalöndin norður af Jökuldal. Eftir u.þ.b. 30 km er komið að vegamótum þar sem leið liggur í austur til Vopnafjarðar. Þar er ein þekktasta laxveiðiá landsins. Til útvegsbæjarins Vopnafjarðar eru 82 km frá Skjöldólfs-stöðum. Á Burstafelli í Vopnafirði (62 km) er safn innanstokks- og húsmuna í reisulegum íslenskum torfbæ (að stofni til frá því um 1800) sem búið var í til ársins 1966.

Gestgjafi:  Aðalsteinn.

 

í nágrenni