Síreksstaðir í VopnafirðiSíreksstaðir í Vopnafirði

Tvö vel búin sumarhús og gistiheimili á friðsælum stað í hlýlegri sveit skammt frá þorpinu Vopnafirði á Norðausturlandi. Góðar gönguleiðir fram til dala, yfir lága hálsa, upp á fjöll eða við strendur fjarðarins. Glitrandi laxveiðiár. Auðugt fuglalíf. Hefðbundinn búskapur á bænum með sauðfé, hross og hænsn. Gestum velkomið að fylgjast með bústörfum. Opið frá 4. janúar til 21. desember. 

Veldu dagsetningar
Frá:15.000 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi með vaski
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Frítt netsamband
 • Veitingastaður
 • Máltíðir í boði
 • Leiksvæði fyrir börn

Í nágrenni

 • Bustarfell minjasafn 8 km
 • Hofskirkja 12 km
 • Vopnafjörður 22 km
 • Selárdalur sundlaug 34 km
 • Egilsstaðir 120 km
 • Dettifoss 132 km
 • Mývatn 140 km
 • Askja 170 km

Gistiaðastaða

Sumarhús:
Tvö 3ja - 4ra fjögurra manna sumarhús (32m2). Í báðum húsum er eitt svefnherbergi með hjónarúmi, en auk þess er í öðru húsinu koja en í hinu húsinu er einbreitt rúm. Setustofa með eldhúskrók, svefnsófa, sjónvarpi og DVD. Stór verönd með gasgrilli við bæði húsin. Leiksvæði fyrir börn.

Gistiheimili:
Í gistiheimilinu, sem er 500 m frá sjálfum bænum, eru 7x2 manna herbergi og 1x3 manna herbergi með handlaug, kaffi/te-setti og hárþurrku (3ja manna herbergið samanstendur af einbreiðu rúmi og koju).  Sameiginleg hreinlætisaðstaða í miðrými. Setustofa með sjónvarpi. Verönd með garðhúsgögnum.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er borinn fram á veitingastaðnum „Hjá okkur“ sem rúmar allt að 30 manns í sæti og er 500 m frá sjálfum bænum. Staðurinn er opinn fyrir kvöldmatargesti alla daga frá kl. 18:00-22:00. Hægt að kaupa afurðir beint frá bænum, t.d. andaregg og marmelaði. Næsta matvöruverslun á Vopnafirði (22 km).

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir við allra hæfi, nokkrar þeirra merktar. Hestaleiga á Syðri-Vík (17 km) þar sem líka eru seld veiðleyfi á silungasvæðinu í Hofsá í Vopna¬firði, einni af kunnustu laxveiðiám á Íslandi. Minjsafn í íslenska torfbænum á Burstarfelli (8 km) þar sem er einnig opið kaffihús á sumrin. 9 holu golfvöllur rétt innan við þorpið á Vopnafirði (22 km). Sundlaug í Selárdal (34km). Næsta þéttbýli með verslunum, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og almennri þjónustu: Vopnafjörður (22 km).

 
Yndislegar gönguleiðir um fallegt hérað

Síreksstaðir eru skammt innan við mynni Sunnudals sem gengur inn í hálendið upp af Vopnafjarðarhéraði, miðsvæðis framarlega í sveitinni. Hjá bænum má finna skemmtilegar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna, t.d. að eyðibýli framar í dalnum (1 klst.). Meðfram ströndinni við fjörðinn má benda á gönguleiðir, t.d. hjá Fuglabjarganesi eða um tangann utan við þorpið á Vopnafirði. Fjallgöngumanna freistar svo Krossavíkurfjall, gegnt þorpinu á suðurströnd fjarðarins, en þaðan er mikið útsýni. Kort af gönguleiðum í Vopnafirði fást á uppýsingamiðstöðinni fyrir ferðamenn.

 
Íslenski torfbærinn í Burstarfelli

Reisulegur torfbærinn í Burstarfelli (8 km), frá síðari hluta 19. aldar, þykir mörgum vera einn af fallegustu íslensku torfbæjunum. Þar er nú áhugavert muna- og minjasafn í húsakynnum sem þóttu höfðingleg á sínum tíma. Búið var í bænum til ársins 1966. Eftir að gestir hafa skoðað sig um í safninu geta þeir notið veitinga á kaffihúsinu „Hjáleigunni“.

 
Sundlaugin í Selárdal

Sundlaugin í Selárdal, reist árið 1949, er við heita uppsprettu í dalnum sem er eilítið út með ströndinni norðan þorpsins á Vopnafirði (12 km). Laugin, sem er vel við haldið og að jafnaði um 33°C heit, er þarna ein út af fyrir sig í hlýlegu og friðsælu umhverfi í mynni dalsins skammt frá árbakka. Aðstaða er góð, enda laugin nýtt m.a. til sundkennslu fyrir skólabörn á Vopnafirði. Það gefur lauginni sérstöðu að þar er ekkert rafmagn. Á veturna er notast við kertaljós og mörgum minnisstætt að fara í Selárdalslaug á heiðskíru vetrarkvöldi og njóta þess að horfa á norðurljósin.

 
Dagsferðir um næstu byggðir

Síreksstaðir liggja vel til dagsferða út með ströndinni í norður frá Vopnafirði, um sveitinar upp af Bakkaflóa og Þistilfirði, um byggðir þar sem náttúran ber svip af nábýli við norðrið og ólgandi haf. Frá Síreksstöðum eru svo 120 km til Egilsstaða, 132 km að Dettifossi og 140 km að náttúruperlunni Mývatni.

 
Gestgjafar: Sigríður og Halldór.
 

 

In the area