Glæsibær í SkagafirðiGlæsibær í Skagafirði

Lítið gistiheimili á bænum Glæsibæ, 10 mín. akstur sunnan við Sauðárkrók í Skagafirði. Á bænum er stundaður búskapur með sauðfé og hross, andrúmsloftið er heimilislegt og hlýlegt. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar sumar sem vetur. Gönguleiðir, fuglaskoðun og golf í nágrenninu. Kjörinn dvalarstaður til skoðunarferða um fallegt, söguríkt hérað.

Opið:  1. maí - 30. sept.

Veldu dagsetningar
Frá:11.900 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Gönguleiðir, golf og fuglaskoðun
 • Glaumbær 9 km
 • Sauðárkrókur 9 km
 • Veitingarstaður, sundlaug og golf á Sauðárkróki
 • Varmahlíð 18 km

Gistiaðstaða

Í húsinu er tvö tveggja manna herbergi og 2 eins manns með sameiginlegu baðherbergi. Vel búið eldhús og rúmgóð borðstofa. Verönd með heitum potti og grilli. Frítt þráðlaust netsamband er í öllu húsinu.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir hafa aðgang að vel útbúnu eldhúsi til að útbúa eigin morgunverð og aðrar máltíðir.  Matsölu- og veitingastaðir í bænum Sauðárkróki (9 km) og t.d. á Hótel Varmahlíð (18 km) og á Hofsstöðum í Viðvíkursveit (26 km). Matvöruverslanir eru á Sauðárkróki.

 
Þjónusta/afþreying

Gönguferðir og fuglaskoðun á friðlýstu svæði við vatnið Miklavatn á sléttlendinu niður undan bænum. Fjölbreyttar gönguleiðir, styttri og lengri, um fjöll og dali í héraðinu. Flúðasiglingar í jökulsárgljúfrum: (Nánari upplýsingar hjá Upplýsingamistöð fyrir ferðamenn í Varmahlíð (18 km)). Skíðasvæði fyrir alla fjölskylduna í hlíðum fjallsins Tindastóls, fyrir ofan Sauðárkrók. Hestaferðir. Siglingar út í Drangey. 9 holu golfvöllur, Hlíðarendavöllur, við Sauðárkrók (9 km). Byggðasafnið í Glaumbæ (9 km). Hólar í Hjaltadal (38 km). Vesturfarasetrið á Hofsósi [The Emigration Centre at Hofsós] (44 km). Næsta þéttbýli með sundlaug, verslunum, veitingastöðum og allri almennri þjónustu við ferðamenn: Sauðárkrókur (9km).

 
Horft á fugla og sólsetur á miðnætti

Glæsibær stendur rétt neðan aðalvegar frá Varmahlíð til Sauðárkróks, aðeins 9 km sunnan við kaupstaðinn. Á sléttlendinu, neðan við bæinn, er vatnið Miklavatn; þar er friðlýst fuglaverndunarsvæði og áhugavert land fyrir fuglaáhugamenn. Ofan við bæinn rís fjallið Staðaröxl. Til móts við fjárrétt sveitarinnar, Staðarrétt (2 km sunnan við Glæsibæ), er gönguleið upp á heiðarbrúnina sunnan við Staðaröxl. Af brúninni er víðsýnt um héraðið og ógleymanlegt standa þar og horfa á miðnætursólina setjast.

 
Siglt til móts við lundann og útilegumanninn

Drangey, er 180 m hár móbergsklettur sem rís upp úr firðinum og blasir við frá Glæsibæ. Þar dvaldist um hríð og var loks drepinn einn frægasti kappi Íslendinga sagna, útilegumaðurinn Grettir sterki. Frá Reykjum, bæ við ströndina norður af Sauðárkróki (26 km), eru í boði á sumrin (1.6.-15.8.) daglegar siglingar út í eyna sem er auðug að fuglalífi. Að lokinni heimsókn út í eyna getur fólk slakað á í heitum pottum á Reykjum og fengið sér hressingu í kaffihúsinu þar á bæ.

 
Gamli og nýi heimurinn

Hinum megin fjarðarins eru Hólar í Hjaltadal (38 km), biskupssetur 1106-1798 og í reynd höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands í nærri 700 ár. Á Hólum er steinkirkja, vígð árið 1763, og Auðunarstofa, endurgerð timburstofu sem stóð á Hólum frá 1316 til 1810. Frá vegamótum að Hólum eru 16 km út í þorpið Hofsós. Þar er Vesturfarasetrið, safn um sögu og örlög þeirra Íslendinga sem fluttust til Kanada og Bandaríkjanna á s.hl. 19. aldar. Á Hofsós er einnig sundlaug fremst á sjávarbakka með hrífandi útsýni til hafs og til eyjanna sem prýða hann.

 
Íslenski torfbærinn, fjalladalir og jökulsárgljúfur

Sé haldið í suður frá Glæsibæ, fram sveitina eins og heimamenn kalla það, er fyllsta ástæða til að skoða byggðasafnið í Glaumbæ (9 km). Helsta aðdráttaraflið er reisulegur íslenskur torfbær, eins og þeir urðu stærstir og glæsilegastir á s.hl. 19. aldar. Skammt frá Varmahlíð er Víðimýrarkirkja, lítil íslensk torfkirkja, að stofni til frá 1836. Framar í héraðinu eru Skagafjarðardalir, kjörlendi þeirra sem unna stórbrotinni náttúrufegurð og útivist.


Gestgjafar:
Ragnheiður og Friðrik

 

í nágrenni