Núpur hostel í DýrafirðiNúpur hostel í Dýrafirði

Kyrrð á heiðarvegum, grænar lyngbrekkur, fjallgönguleiðir, fossandi ár, standbjörg, söguslóðir fornkappa, sjávarþorp og yfirgefnar byggðir. Allt sem gerir vesturhluta Vestfjarðarkjálkans að svo heillandi og margbreytilegu svæði fyrir ferðamanninn er innan hæfilegrar seilingar frá gamla heimavistarskólanum á Núpi í Dýrafirði, aldagömlu höfðingjasetri í faðmi stórbrotinnar náttúru. Opið frá 1. júní til 1. september.

Veldu dagsetningar
Frá:16,900 EURkr
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband svæðisbundið
 • Aðgangur að nettengdri tölvu
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Eldunaraðstaða
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Kreditkort
 • Merktar gönguleiðir
 • Útsýni til sjávar

Í nágrenni

 • Skrúður
 • Vigur og Æðey
 • Sundlaug 25 km
 • Þingeyri 25 km
 • Ísafjörður 42 km

Gistiaðstaða

Á Núpi, þar sem áður var heimavistarskóli, býðst gisting í tveimur skólabyggingum.  Um 40 herbergi eru með handlaug en deila baðherbergi.  Þá eru einnig 2 herbergi með sérbaðherbergi. Stórt tjaldsvæði er einnig á Núpi.

Þjónusta

Á staðnum er rúmgóður veitingastaður með bar. Lögð er áhersla á mat úr hráefni sem fengið er úr sveitinni og frá næstu byggðarlögum. Eldunaraðstaða í 3 eldhúsum fyrir þá gesti sem kjósa að elda mat sinn sjálfir.  Frítt netsamband í almenningsrými.  Næsta verslun er á Þingeyri.

Afþreying

Ævinlega er mikið líf og eitthvað um að vera á Núpi og í nágrenninu. Má nefna t.d. gönguferðir, sjóstangaveiði, hesta- og hjólaleigu og kajaksiglingar. Rétt fyrir utan Þingeyri (25 km) er góður og krefjandi 9 holu golfvöllur. Á Þingeyri er innisundlaug með heitum potti og gufubaði.  

Miðsvæðis á Vestfjörðum

Frá Núpi, við norðanverðan Dýrafjörð, eru hæfilegar dagsferðir á bíl til næstu fjarða í suðri og norðri allt til Ísafjarðar, höfuðstaðar Vestfjarða (42 km). Við suðurströnd Dýrafjarðar stendur smábærinn Þingeyri, verslunar- og þjónustumiðstöð (25 km). Þaðan er ekki langur spölur í suður yfir heiðarveg til Arnarfjarðar. Til norðurs er ekið um heiðarveg til Önundarfjarðar og þaðan um jarðgöng til Ísafjarðar.

Náttúruperlur og andblær sögunnar

Á Hrafnseyri, um klukkustundarfjarlægð frá Núpi er safn um Jón Sigurðsson. Fossinn Dynjandi, fyrir botni Arnarfjarðar, er hrífandi náttúrusmíð og áfangastaður allra ferðamanna á þessum slóðum. Um suðurströnd Arnarfjarðar er áhugaverð ökuleið frá þorpinu Bíldudal allt út til Sauðlauksdals, við ysta haf (3-4ra tíma akstursleið). Þar er eitthvert sérstæðasta höggmyndasafn í veröldinni. Þá er gaman að aka meðfram suðurströnd Dýrafjarðar út til Haukadals um slóðir frægrar Íslendingasögu um útlagann Gísla Súrsson. Frá Ísafirði eru m.a. daglegar siglingar og skoðunarferðir til eyjunnar Vigur í Ísafjarðardjúpi.

“Vestfirskir Alpar“ og vegleysur

Fjallaskaginn, sem blasir við frá Núpi, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar,
er margbreytilegur töfraheimur fyrir göngu- og fjallafólk. Ein vinsælasta fjallgönguleiðin er á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða (998 m), en hver og einn getur fundið þarna ótal gönguleiðir við sitt hæfi. Einnig má benda á gönguleið eftir vegarslóða út með norðurströnd Arnarfjarðar. Þar ríkir sérstakur andblær í hlaði á eyðibýlum í þröngum dölum. Hér var iðandi mannlíf allt fram undir miðja síðustu öld – en nú ríkir þar ljúfsár kyrrð.

Gestgjafi: Guðmundur Helgason og Ásta Hafberg

 

In the area