Nes í ReykholtsdalurNes í Reykholtsdalur

Gisting í tveimur sambyggðum húsum á bænum Nesi í Reykholtsdal, grösugum og sögufrægum dal í Borgarfirði á suðvestur-Íslandi. Við bæinn er níu holu golfvöllur. Nes liggur vel til skoðunarferða um helstu náttúruperlur í héraðinu og til lengri dagsferða, t.d. út á Snæfellsnes. Gönguleiðir víða í nágrenninu. Fallegt útsýni til öræfa og jökla í austri. Opið frá 16. febrúar til 15. desember. 

Veldu dagsetningar
Frá:11.500 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband svæðisbundið
 • Heitur pottur
 • Máltíðir í boði
 • Eldunaraðstaða
 • Þvottaaðstaða
 • Kreditkort
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Reykholt 3 km
 • Sundlaug 4 km
 • Deildartunguhver 4 km
 • Hraunfossar 20 km
 • Borgarnes 38 km
 • Surtshellir 40 km
 • Langjökull 

Gistiaðstaða

Gistiherbergin eru í tveimur sambyggðum eldri íbúðarhúsum á bænum. Eldra húsið var byggt 1937 í stíl þess tíma. Þar eru fjögur herbergi án baðs; eldhús og baðherbergi eru sameiginleg. Handlaugar eru í herbergjunum.
 
Yngra húsið var byggt 1957. Þar eru einnig fjögur herbergi án baðs ásamt rúmgóðri setustofu og eldhúsi. Handlaugar eru í herbergjunum.
Herbergin eru leigð með uppbúnum rúmum.

Þjónusta

Matstofa er í golfskálanum/veitingastaðnum Byrgishóli sem rúmar allt að 60 manns í sæti. Máltíðir, aðrar en morgunverður, í boði ef pantað er fyrirfram. Léttar veitingar og bar. Lögð er áhersla á að bjóða rétti úr hráefni beint frá býli í Borgarfirði, meðhöndlað að borgfirskum hætti.
Við Nes er 9 holu golfvöllur, par 70. Lengd vallarins frá gulum teigum er 2669 m, frá bláum 2337 m. og frá rauðum 2001 m. Rúmgott æfingasvæði og æfingaflöt fyrir púttspil. Reykholtsdalsvöllur var tekinn í notkun árið 2008.
Ókeypis þráðlaust netsamband. Þvottaaðstaða. Heitur pottur hjá golfskálanum.

Afþreying

Skemmtilegar gönguleiðir í dalnum og í nágrannasveitunum. Skoðunarferðir um Borgafjörð. Ferðir á Langjökul á ofurjeppum/vélsleðum í fylgd með vönum mönnum. Hestaleiga á Giljum í Hálsasveit (14 km). Geitfjársetrið í Háafelli (16 km). Tröllagarðurinn í Fossatúni (16 km). Næsta sundlaug á Kleppjárnsreykjum (6 km). Næsta þéttbýli: Borgarnes (39 km); verslanir, matsölu- og veitingastaðir, söfn, sundlaug og ýmis þjónusta við ferðafólk.

Deildartunguhver og Hraunfossar

Eins og nafn dalsins, Reykholtsdalur, gefur til kynna er mikill jarðhiti í sveitinni. Í um 2 km gönguspöl frá Nesi er hverinn Árhver/Vellir úti í ánni sem hlykkjast um dalinn. Deildartunguhver (5 km) er vatnsmesti hver í Evrópu (180 l/sek.). Hraunfossar (18 km) eru fögur náttúrusmíð á leiðinni til Húsafells.

Útivistarparadís, öræfi, jöklar og hraunhellar

Húsafell (21 km) er vinsælt gönguleiða- og útivistarsvæði í fögru umhverfi, viðkomustaður ferðafólks þar sem er m.a. sundlaug, matsölustaður, golfvöllur og ýmislegt fleira til afþreyingar. Hálendi Íslands er hér skammt undan, einstæður heimur þar sem skiptast á heiðar, hraun, skriðubrött fjöll og hjarnhvítir jöklar. Frá Fljótstungu (12 km frá Húsafelli) eru í boði á sumrin daglegar ferðir með leiðsögumanni í stærsta hraunhelli á Íslandi, Víðgelmi.

Reykholt, Snorralaug, Landnámssetur

Á f.hl. 13. aldar bjó í Reykholti (2,5 km) héraðshöfðinginn, sagnaskáldið og fræðimaðurinn Snorri Sturluson (1179-1241), einn frægasti rithöfundur á Norðurlöndum fyrr og síðar. Í Reykholti er nú starfrækt menningar- og miðaldasetur, Snorrastofa, þar sem má m.a. skoða sýningu um sögu þessa einstæða höfundar og sögu staðarins. Þar er einnig heit laug, Snorralaug sem talið er að hafi verið þarna allt frá 13. öld. Leiddar hafa verið líkur að því að Snorri hafi skrifað eina frægustu Íslendingasöguna, Egils sögu; sýningu um skáldið og víkinginn Egil og um landnám Íslands á 9. og 10. öld má sjá í Landnámssetrinu í Borgarnesi (39 km).

Gestgjafar: Bjarni og Sigrún

 
 

 

In the area