Gerði í SuðursveitGerði í Suðursveit

Gistiheimili á bóndabæ í Suðursveit, sveit í skjóli fjalla suðaustur af Vatnajökli, skammt frá Jökulsárlóni. Frá bænum er stutt að ganga niður á svarta sandströndina og af hlaðinu er útsýni til hafs og til Vatnajökuls í vestri. tignarleg sjón á sólríku sumarkvöldi. Upp af byggðinni rísa hömrum girt fjöll, þverskorin af giljum og dölum, heillandi heimur fyrir göngufólk og náttúruunnendur.

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:24.367 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram

Í nágrenni

 • Ströndin í göngufæri
 • Þórbergssetur 150 m
 • Jökulsárlón 13 km
 • Vatnajökull 20 km
 • Ingólfshöfði 50 km
 • Skaftafell 70 km
 • Höfn 70 km

Gistiaðstaða

8x2 manna herbergi og 1x1 manns herbergi í aðalbyggingu með sameiginlegum baðherbergjum. 23x2 manna og 2x3 manna herbergi með sérbaðherbergi í sérstökum smáhýsum hjá aðalbyggingu. Móttökuanddyri, setustofa og matsalur í aðalbyggingu. Ókeypis þráðlaust netsamband í aðalbyggingu.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í verði. Kvöldverður í boði.

 
Þjónusta/afþreying

Áhugaverðar gönguleiðir í nágrenninu, stuttar og langar, sumar merktar. Fuglaskoðun. Stutt að ganga niður í svarta sandfjöruna. Þórbergssetur (150 m), safn um ævi og verk rithöfundarins frá bænum Hala sem er í sömu bæjaþyrpingu og Gerði, Breiðabólsstaðartorfu. 13 km að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. Skoðunarferðir á Vatnajökul (20 km). Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (70 km). Ingólfshöfði (50 km). Næsta þéttbýli með verslun, sundlaug, golfvelli og söfnum er Höfn í Hornafirði (70 km).

 
Stórbrotin náttúra í skjóli jökulrisans

Landslag á suðausturströnd Íslands, undir rótum Vatnajökuls, er einstakt. Þar getur að líta tilkomumiklar andstæður, gráblátt úthafið, svartar sandfjörur, græn tún undir blómríkum lyngbrekkum, hamraveggi, djúp klettagil, heimkynni trölla og álfa, stórskorin fjöll, skriðjökla og silfurhvíta íshvelfingu Vatnajökuls. Hjá Gerði og í næsta nágrenni eru óskalönd útivistar- og göngufólks, hvort sem fólk vill halda sig við jafnsléttu eða reyna á þol og færni fjallagarpsins.

 
Safn sem opnar dyr inn í fortíðina

Þórbergssetur á Hala, einum af bæjunum þremur á Breiðabólsstaðatorfunni, er vandað og fjölbreytt safn um ævi og verk Þórbergs Þórðarsonar, eins af kunnustu rithöfundum Íslendinga á 20. öld. Hann fæddist og ólst hér upp. Í safninu má m.a. fræðast um sögu staðarins, ganga inn í líkan af fjósabaðstofunni á Hala á uppvaxtarárum rithöfundarins undir lok 19. aldar og sjá svipmyndir frá ævi hans og umhverfi í Reykjavík á síðustu öld.

 
Jökulsárlón, jöklaferðir, Skaftafell

Frá Gerði eru 13 km að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, einhverjum kunnasta stað á Íslandi. Stóra jaka, sem brotna í sífellu úr skriðjökli, rekur um lónið í átt til sjávar. Á siglingu um lónið getur fólk notið þessara listaverka náttúrunnar í návígi. Í um 20 km akstur í austur frá Gerði eru í boði kynnisferðir á sérbúnum jeppum og vélsleðum upp á suðurjaðar Vatnajökuls. Ógleymanlegt að ganga um glitrandi hjarn, njóta jöklabirtunnar og stórkostlegs útsýnis til allra átta. Til Skaftafells, sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, eru 70 km í vesturátt.

Gestgjafar: Björn og Þórey. 

 

í nágrenni